11.6.2015 | 14:04
Bókin er vængir og rætur
Nemendur í háskólum lesa margar bækur, skrifa langa stíla, halda fyrirlestra og leysa verkefni.
Lestur er nauðsynlegur fyrir þá sem ætla sér að klára stúdentspróf og ekki síður háskólapróf. Það er mjög ánægjulegt að margir hafi sótt um í háskólanám í HÍ, rúmlega 8000 manns á þessu ári. Athugið að á Íslandi fæðast milli 4000 og 5000 börn á ári. Hluti þessa fjölda eru því nemendur sem eru að skipta um brautir, hefja nám að nýju eða útlendingar sem sækja hingað í auknum mæli (sérstaklega í framhaldsnám*).
Nýlega fréttist að fleiri og fleiri íslendingar lesa lítið sem ekkert, amk ekki bækur. Í Fréttablaðinu 10 júní sagði:
Þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað úr 7 prósentum í 13,3 prósent á fjórum árum, eða um 90 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Alls lásu 86,7 prósent 18 ára eða eldri að minnsta kosti eina bók á síðasta ári.
Lestrarhlutfallið hérlendis er með því hæsta sem þekkist. En það er áhyggjuefni að lestrarmynstrið sé að breytast, og hlutfall þeirra sem ekki lesa bækur að aukast.
Kolbeinn Proppe skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag og segir:
Þegar til þess er horft að við lok grunnskóla geti 30 prósent drengja ekki lesið sér til gagns, eins og birtist í rannsókn sem gerð var í desember 2013, verður málið enn alvarlegra.
Eitt sem kemur strax upp í hugann er hækkun á bókaskatti um áramótin. Kolbeinn útskýrir:
Formaður Rithöfundasambandsins benti á að nýverið hefði virðisaukaskattur á bækur verið hækkaður. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, benti á að það hefði gerst um áramótin og væri ekki hægt að skýra hnignunina með því. Það er alveg rétt hjá ráðherra, en engu að síður eru skilaboðin það alvarleg að það er rétt að grípa til allra ráðstafana. Auka veg bókarinnar með öllum tiltækum ráðum.
Það er rétt að bókaskatturinn orsakaði ekki þessa breytingu, en hann mun ekki auðvelda okkur að snúa henni við. Ef vandamál steðjar að er mikilvægt að finna leiðir til úrbóta, og það að lækka bókskattinn er einföld og skynsöm leið.
Aðrar augljósar leiðir eru:
1) Lesa meira fyrir börnin.
2) Lesa fleiri bækur fyrir framan börnin.
3) Hlýða börnum yfir þegar þau lesa.
4) Tala um bækur við vini sína, börn og fleiri (sjálfan sig).
5) Gefa fólki bækur og biðja um bækur að gjöf.
6) Ganga í opinbert bókaleynifélag og predika bækur við hvert tækifæri...
*Við í líffræðinni auglýsum eftir framhaldsnemum alþjóðlega og eru útlendingar meirihluti umsækjenda. Það kemur jafnvel fyrir að enginn íslendingur sæki um.
Ítarefni:
Kolbeinn Proppe Visir.is 10. júní 2015 Þeim fjölgar um 90% sem aldrei lesa bók
Kolbeinn Proppe Visir.is 11. júní 2015 Bókinni allt
Átta þúsund vilja í HÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 12.6.2015 kl. 09:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.