9.7.2015 | 09:51
Mæði og visna og upphaf lentiveirurannsókna
Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins (1.-2. hefti, 85. árg.) er grein eftir Halldór Þormar, sem fjallar um mæði og visnu sjúkdómana í sauðfé, og upphaf rannsókna á lentiveirum.
Halldór tók þátt í þessum rannsóknum eftir að Björn Sigurðsson réð hann til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn og félagar höfðu rannsakað sjúkdóma í sauðfé, sem borist höfðu hingað til lands með innfluttum kindum.
Ágrip greinarinnar.
Þessi grein fjallar um rannsóknir á sauðfjársjúkdómunum mæði og visnu á Íslandi laust eftir miðbik seinustu aldar en þær rannsóknir urðu kveikjan að kenningu Björns Sigurðssonar um hæggenga smitsjúkdóma sem vöktu heimsathygli á þeim tíma. Einnig verður greint frá rannsóknum á veirunni sem veldur þessum sjúkdómum, sem var nefnd mæði-visnuveira. Hún reyndist skyld æxlisveirum í hænsnum og músum, sem voru seinna flokkaðar sem retróveirur. Mæði-visnuveiran var flokkuð í undirflokk retróveira, sem ollu ekki æxlisvexti, og var nefndur lentiveirur með tilvísan til þess að þær valda hæggengum sjúkdómum, en lentus merkir hægur á latínu. Þegar veira ræktaðist frá alnæmissjúklingum laust eftir 1980 kom í ljós að hún var lentiveira, náskyld mæði-visnuveiru. Alnæmi reyndist vera hæggengur smitsjúkdómur samkvæmt skilgreiningu Björns Sigurðssonar.
Greinin er ljómandi skemmtileg aflestrar, eins og búast má við, og mjög fróðleg. Þessi kapituli í vísindasögu Íslands er einn sá glæstasti.
Ég hvet alla til að kaupa Náttúrufræðinginn og lesa grein Halldórs amk. Frekar nasasjón af viðfangsefninu má fá af fyrirlestri Halldórs, sem haldinn var í janúar síðastliðinn í fyrirlestrar röðinni Vísindi á mannamáli - Mæði-visnuveirur í sauðfé og tengslin við alnæmi.
Mynd er af veirusýktum heilagróðri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.