16.8.2015 | 14:36
Gnarr hvetur til uppbyggingar náttúruminjasafns Íslands
Náttúruminjasafn Íslands er ekki eiginlegt safn. Það er til í lögum, er með forstjóra og vonandi ennþá nokkrar skrifstofur upp á náð Háskóla Íslands. En það er ekki safn í eiginlegri merkingu, sem fólk getur gengið um og skoðað geirfuglinn, hvalabein, steindir, hraungerðir eða uppstoppaða smáhesta.
Það er alger hneisa að ekki sé náttúruminjasafn í landi sem þekktast fyrir náttúru.
Jón Gnarr fjallar um ástand safnsins eða hallæri öllu heldur í pistli í Fréttablaði laugardagsins (Náttúrulega). Þar segir hann m.a.:
Það er ekkert veglegt náttúruvísindasafn á Íslandi. Það er sérkennileg staða í landi sem er heimsfrægt fyrir náttúru sína. Það er svona svipað og ef í Danmörku væri ekkert Legoland. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég safnið í París. Það sem vakti athygli mína var að flestir gestir voru í þeim hluta safnsins sem snéri að Norðurslóðum. Þar er uppstoppaður Geirfugl og fyrir framan hann var löng biðröð.
Söfn gegna margvíslegu hlutverki. Samkvæmt lögum er hlutverk Náttúruminjasafns Íslands að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlynda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi.
Söfn upplýsa og fræða, það jafnast ekkert á við fræðslu sem maður heldur að sé skemmtun eða afþreying. John Dewey benti á að við lærum með því að gera og kanna eitthvað (ekki bara af bók eða dæmum). Á söfnum fáum við að kanna náttúru sem erfitt er að nálgast, rýna í steingervinga eða bera saman steindir, hristast á jarðskjálftahermi eða fylgjast með vindi búa til sandöldur. Söfn nýtast til að skrá sögu, mynstur, hamfarir, strauma og stefnur, jafnt í náttúru, listum og búsetu.
Ríki, höfuðborg og landsmenn allir eiga að taka höndum saman og tryggja að almennilegt náttúruminjasafn verði sett upp hérlendis.
Mynd af fuglum tók Arnþór Garðarsson.
Ítarefni:
Náttúruminjasafn Íslands | Höfuðsafn á sviði náttúrufræða
35/2007: Lög um Náttúruminjasafn Íslands
Ályktun um stuðning við Náttúruminjasafn Íslands
Ákall vegna Náttúruminjasafns Íslands
Arnar Pálsson 25. nóvember 2011 Safnið sem gleymdist, þjóðarhneisa
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.