10.9.2015 | 13:02
Líffræðiráðstefnan 5. til 7. nóvember 2015
Mynd af flórgoða tók Óskar Sindri Gíslason.
Ráðstefnan spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.
Staðfestir öndvegisfyrirlesarar:
- Mina Bissell Lawrence Berkeley National Laboratory
- Greg Gibson Center for Integrative Genomics, Georgia Tech
- Robert Hindges MRC Centre for Developmental Neurobiology How do we see the world: Mechanisms to establish specific circuits in the vertebrate retina
- Steven E. Campana University of Iceland (formerly Fisheries and Oceans Canada)
- Brynhildur Davidsdottir University of Iceland, Environment and Natural Resources
- Snorri Baldursson Vatnajökulsþjóðgarður
Boðið verður upp á takmarkaðan fjölda erinda og með örlítið öðru sniði en á síðustu þremur ráðstefnum. Yfirlitserindi og heiðursverðlaun verða á sínum stað.
Vefur til að senda inn ágrip fyrir Líffræðiráðstefnuna 2015
Hægt verður að senda inn ágrip til og með 1. október. Skráningarvefur verður opnaður fljótlega. Að lokinni ráðstefnunni, laugardagskvöldið 7. nóvember, verður haldinn haustfagnaður félagsins.
Aðstandendur ráðstefnunar eru Líffræðifélag íslands, Líffræðistofa HÍ, Verk og náttúruvísindasvið HÍ, Lífvísindasetur HÍ, Háskólinn á Hólum, Hafrannsóknarstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands ásamt fleirum.
Nánari upplýsingar, um ráðstefnu og haustfagnað birtast á þessari vefsíðu félagsins biologia.is.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 11.9.2015 kl. 10:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.