Leita í fréttum mbl.is

Hví fáum við ekki fleiri krabbamein ?

Mina J. Bissell mun halda opnunarerindi Líffræðiráðstefnunar 2015, þann 5. nóv kl 16:00. Erindið nefnist Why don’t we get more cancer?  The crucial role of Extracellular Matrix and Microenvironment in metastasis and dormancy. Erindið er styrkt af Lífvísindasetri Háskólans, og er öllum heimill aðgangur.

Mina starfar við Lawrence Berkeley National Laboratory í BNA. Dr. Mina Bissell er einn af virtustu vísindamönnum heims á sviði krabbameinsrannsókna. Hún hefur helgað líf sitt brjóstakrabbameinsrannsóknum og þá sérstaklega rannsóknum á hlutverki millifrumuefnis í þroskun og sérhæfingu eðlilegra og illkynja brjóstþekjufruma.  Rannsóknir dr. Bissell hafa leitt í ljós að mikilvægt er að hugsa um heildarmynd vefja og æxla og að framþróun æxlisvaxtar og meinvarpamyndunar er háð því hvernig umhverfi fruma er. Í fyrirlestri sínum mun dr Bissell fara yfir rannsóknir sínar og spyrja þeirrar spurningar af hverju fáum við ekki oftar krabbamein. Um feril og rannsóknir dr. Bissell má fræðast á vefsíðu Lawrence Berkeley National Laboratory.

Árið 2012 hélt hún stórfínann TED fyrirlestur.

Ritalista Minu má sjá á vefsíðu rannsóknarhóps hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband