Leita í fréttum mbl.is

Vísindadagur í Öskju 31. október

Vísindadagur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands verður haldinn laugardaginn 31. október næstkomandi. Milli klukkan 12 og 16 verður slegið upp vísindaveislu í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þar sem vísindamenn sviðsins segja frá rannsóknum og fræða gesti og gangandi um undraheim vísindanna. Þema Vísindadags 2015 er ljós í tilefni af Alþjóðlegu ári ljóssins.

dsimulans_dsechellia_lottetal2007_s.jpg

 

 

Sprengjugengið og Vísindasmiðjan verða með sýnitilraunir fyrir alla aldurshópa og stjörnutjaldið verður með átta sýningar yfir daginn þar sem hægt er að ferðast um undur alheimsins. Einnig verða óvæntar uppákomur í tilefni Hrekkjavöku.

 

Ég bendi fólki sérstaklega á fjögur líffræðileg erindi sem verða á dagskrá.

13:15   Edda Elísabet Magnúsdóttir  - Sjávarspendýr í hávaðasömum höfum: Versnandi aðstæður á Norðurslóðum

13:30   Sigríður Rut Franzdóttir - Ljómandi líf

15:15   Einar Árnason - Colonization of Glacier Ice by Microinverebrate Bdelloid Rotifera

15:30   Pétur Halldórsson - Himbrimarannsókn á Íslandi (Gavia immer)

 

http://visindadagur.hi.is/visindadagur_2015


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband