1.11.2015 | 12:59
Málstofa um sauðfjárbeit
Á líffræðiráðstefnunni 2015 kennir margra grasa. Líka grasa sem kindur kunna að meta. Það er gaman að kunngjöra að ein málstofa fjallar um sauðfjárbeit, skipulögð af Ingibjörgu S. Jónsdóttur og Isabel C. Barrio. Í kjölfar hennar er skipulag hringborð, þar sem fjallað verður um þrjár lykilspurningar (sjá neðar).
Málstofa um sauðfjárbeit / Session on sheep grazing
Föstudaginn 6. Nóvember kl. 16:25-19:00, Askja N-131
Fundarstjóri / Chair: Isabel C. Barrio
16:25-16:40 The ecological role of large vertebrate grazers in high-latitude ecosystems is it different between livestock and wild populations? Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Isabel C. Barrio
16:40-16:55 Historical impact of grazing in Kjarardalur, West Iceland Egill Erlendsson
16:55-17:10 Plant diversity in Icelandic tundra no evidence for an effect even 60 years after cessation of sheep grazing Martin A. Mörsdorf
17:20-17:35 Ástand lands, beit og mælanlegir vistkerfisþætti Ólafur Arnalds
17:35-17:50 Tengsl átgetu og þrifa sauðfjár við ástand gróðurs og beitarálag Sigþrúður Jónsdóttir
17:50-18:00 Hlé / break
18:00-19:00 Hringborðsumræður / Roundtable discussions
Þátttakendur /Participants
Björn H. Barkarson, umhverfisráðuneytið
Egill Erlendsson, HÍ
Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins
Oddný Steina Valsdóttir, Landssamband sauðfjárbænda
Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóli Íslands
Þór Kárason, bóndi
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, HÍ
Þórólfur Matthíasson, HÍ
Þórunn Pétursdóttir, Landgræðsla ríkisins
Ingibjörg Svala Jónsdóttir, mun stjórna umræðunum.
Skipulag umræðnanna (English below)
Þrjár megin spurningar verða til umræðu, ein eftir aðra, og fær hver þátttakandi 1,5-2 mínútur til að svara hverri þeirra. Eftir það munum við opna fyrir breiðari umræum með þátttöku almennra áheyrenda. Umræðurnar munu fara fram á íslensku en þar sem búist er við að margir áheyrenda séu ekki mælandi á íslensku munum við reyna draga það helsta saman á ensku inn á milli.
Spurningarnar eru:
Hver telur þú helstu viðfangsefnin varðandi sauðfjárbeit á Íslandi í dag?
Hvaða rannsóknir tengdar sauðfjárbeit telur þú mest aðkallandi á Íslandi?
Hverjar væru þínar helstu ráðleggingar fyrir sjálfbæra sauðfjárbeit á Íslandi?
Auk erinda og hringborðsumræðna verða eftirfarandi veggspjöld kynnt
V16 Ása L. Aradóttir Breytingar á gróðurfari í kjölfar sauðfjárbeitar á lúpínubreiður
V17 Jóhann Þórsson Samspil beitar og umhverfis
V18 Bryndís Marteinsdóttir Lítil sauðfjárbeit á lítt grónu landi hefur hún áhrif á sjálfgræðslu lands?
- English
Organization of the roundtable
Three overarching questions will be discussed one after another and each participant will get 1.5-2 minutes to answer each of them. After all participants have answered a round of questions we will open the topic for broader discussion with comments and questions from the audience. The discussion will be in Icelandic but will be summarized in English in between.
The questions:
In your view, what are the main issues associated with sheep grazing in Iceland?
What do you think are the most urgent research areas related to sheep grazing in Iceland?
What would be your recommendation for sustainable sheep grazing in Iceland?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Viðfangsefnið hefur blasað við Alþingismönnum allt frá tíma Þjóðargjafarinnar 1974, að setja löggjöf og reglur í beitarmálunum af svipuðum toga og í fiskveiðunum, þar sem yfirvöld geta sektað þá sem staðnir eru að rányrkju eða broti á lögunum.
Þótt ellefu sinnum hafi verið kosið til Alþingis síðan 1974 er ástandið enn hið sama og hefur ævinlega verið, að engin úrræði hafa verið sett í lög til að bregðast við ofbeit og illri meðferð lands, nema með ábendingum og tiltali án nokkurs frekara valds til að taka í taumana.
Ómar Ragnarsson, 1.11.2015 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.