Leita í fréttum mbl.is

Tímamótasamningur og flutningur íþróttafræði til Reykjavíkur

Það er forvitnilegt að sjá samhengið í fjárveitingu ríkisstjórnarinnar.

Nýr búvörusamningur er undirrituaður, sem eykur greiðslu til bænda um 900 milljónir á ári.

Á sama tíma eru hækka framlög til landspítala og háskóla um smáræði, í fjárlögum fyrir árið 2016. Hækkanirnar ná ekki einu sinni að dekka launasamninga, sem ríkið sjálft undirritaði í fyrra. Þannig að HÍ t.d. þarf að kenna sama fjölda nemenda fyrir næstum sama pening, en samt borga kennurunum hærri laun. Eitthvað þarf undan að láta.

Síðan er umhverfisráðherra gáttaður á því að HÍ þurfi að færa íþróttafræðinám frá Laugavatni til Reykjavíkur, og talar um að Háskóli Íslands standi ekki undir nafni.

Ef svo er þá er ábyrgðin fjárveitingavaldins og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeim er i lófa lagið að styðja almennilega við HÍ, til að hann geti starfað um byggðir landsins og stuðlað að samfélagslegum og fjárhagsleum framförum.

Háskóli Íslands og Landsspítalinn hafa lent undir því þingmenn setja kjördæmi ofar grundvallaratriðum. Því þurfum við að breyta með samsetningu næsta þings.


mbl.is „Tímamótasamningar“ við bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband