20.2.2016 | 13:49
Þroskun og erfðafræði Þingvallableikjunnar
Áberandi er að í íslenskum vötnum hafa ólíkir bleikjustofnar þróast hratt frá lokum síðustu ísaldar. Það sem forvitnilegra er að þróunin virðist vera svipuð í mismunandi vötnum, t.d. myndast dvergar í mörgum ferskvatnslindum. Í því verkefni er þessi náttúrulegi breytileiki í íslenskum bleikjustofnum notaður til samanburðarrannsókna, sem lýsa má sem nokkurskonar náttúrulegri tilraun í samhliða þróun (parallel evolution).
Þingvallableikjur hafa verið rannsakaðar um áratugaskeið. Í vatninu er fjögur afbrigði af bleikjum, sem hafa þróast þar síðan síðustu ísöld lauk. Sem er merkilegt því munurinn er ansi afgerandi á afbrigðunum, þó að einungis 10.000 ár séu liðin. Í dag eru bleikjurnar einangraðar í vatninu, og ganga ekki til sjávar eins og venjulegar bleikjur.
Síðustu 6 ár hefur hópur við Háskóla Íslands rannsakað þroskunarfræði bleikjunnar, með það að markmiðið a kanna rætur útlitsbreytileikans.
Helstu spurningarnar eru:
Hvenær er greinanlegur munur á þroskun bleikjuafbrigðanna?
Hvaða gen og boðkerfi liggja að baki muninum í formi höfuðs og kjálkabeina bleikjuafbrigðanna?
Hvaða gen tengjast ólíkum vaxtarformum?
Hvaða gen og ferli eru erfðafræðilega ólík milli bleikjuafbrigðanna?
Næsta fimmtudag mun Íranskur doktorsnemi, Ehsan P. Ahi verja ritgerð sína um þetta efni.
Myndin er af höfuðbeinum bleikju, stuttu eftir klak seiðis úr egginu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.