23.2.2016 | 09:27
Dalur dauðans þakinn blómum
Dauðadalur í Kaliforníu er einn undarlegasti og hættulegasti staður á jarðríki. Hitinn og þurkurinn getur orðið ofboðslegur, og þar hafa margir borið beinin. Reyndar þekkti ég náunga sem gerði sér að leik að fara í helgarlabbitúra um dalinn, en hann hafði plantað vatnsflöskum (2 x gallon) með vissu millibili á gönguleiðinni. Þannig var hann "viss" um að skrælna ekki á göngunni. Hann sagði það einstaka upplifun að ganga um dalinn, og ekki síður að sofa í kjarrinu og heyra snuðrið í sléttuúlfunum í nánd.
Eyðimerkur eins og Dauðadalur eru ekki þekktar fyrir gróðurfar, en samt býr í jarðveginum fjársjóður fræja, sem bíður þolinmóður eftir tækifæri. Tækifærið er regn. Fyrir skemmstu rigndi hressilega í dalnum og í kjölfarið hófst mikill blómi.
Fjallað er um þetta á vef New York Times, og hafa netverjar einnig deilt myndum á Twitter með myllumerkinu #superbloom.
Myndin er af vef NY Times (með beinni slóð).
Death Valley Is Experiencing a Colorful Superbloom
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Dauðadalur er einn af þeim þjóðgörðum sem maður verður að kippa inn í ferðina, ef maður er á annað borð að þræða þjóðgarðana í suðvesturríkjum BNA í ríkjunum Kalifoníu, Nevada, Arizona, New Mexico, Utah, Colorado, Wyoming, Montana og Idaho eins og við Helga mín gerðum í þremur ferðum um þetta svæði á árunum 1968, 1999, 2002 og 2008.
Fórum reyndar líka í þjóðgarða í Alberta í Kanada.
Ferðirnar um tugi þjóðgarða í þessum hluta Bandaríkjanna opnuðu augu mín fyrir gildi íslenskrar náttúru á þann hátt, að ég kom í hálfgerðu losti til baka til Íslands yfir því hvað framundan var í meðferð okkar á íslenskri náttúru.
Ómar Ragnarsson, 24.2.2016 kl. 01:00
Sæll Ómar
Þú ert lánsamur maður að hafa stigið í dauðadalinn, hann kunn vera einstök upplifun.
Það er rétt að Bandaríkjamenn voru frumkvöðlar í verndun náttúrunar, líklega vegna þess að þeir sáu hraðar breytingar á landinu og nýtingu þess í kjölfar landnáms hvíta mannsins. Því miður hefur sama vakning ekki náð til allra landa okkar.
Arnar Pálsson, 26.2.2016 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.