30.3.2016 | 13:38
Líffræðilegur fjölbreytileiki - samspil vistkerfa, þroskunar og þróunar
Hvernig verður líffræðilegur fjölbreytileiki til?
Sumir rannsaka vistfræðilegar orsakir breytileikans, þar sem t.d. munur á milli búsvæða eða lifnaðarhátta tengist útliti eða eiginleikum lífvera.
Aðrir rannsaka þróun eiginleika, og krafta þróunar sem virka á stofna.
Nýlega hafa líffræðingar leitast við að þætta saman skilning á kröftum þróunar, lögmálum vistkerfa og lykilatriðum þroskunarferla.
Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor og samstarfsmenn hans við Háskólann á Hólum hafa rannsakað þessar spurningar, með því að skoða bleikjur, hornsíli og búsvæði þeirra hérlendis og ytra.
Bjarni mun fjalla um rannsóknirnar og líkön sem samþætta vistfræði, þróun og þroskun, í erindi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands föstudaginn 1. apríl. Erindið er frá 12:30 til 13:10 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Allir velkomnir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Kannski mætti líkja bleikjunni við mannfólkið:
=Það geta bæði verið til dvergar og risar hjá báðum tegundunum.
Aðal spurningin ætti að vera, hverskonar fólk eða dýr við viljum að þróist áfram/ eftir hvaða eiginleikum viljum við keppa eftir??
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1548604/
Jón Þórhallsson, 30.3.2016 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.