Leita í fréttum mbl.is

Líffræðilegur fjölbreytileiki - samspil vistkerfa, þroskunar og þróunar

Hvernig verður líffræðilegur fjölbreytileiki til?

Sumir rannsaka vistfræðilegar orsakir breytileikans, þar sem t.d. munur á milli búsvæða eða lifnaðarhátta tengist útliti eða eiginleikum lífvera.

Aðrir rannsaka þróun eiginleika, og krafta þróunar sem virka á stofna.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgNýlega hafa líffræðingar leitast við að þætta saman skilning á kröftum þróunar, lögmálum vistkerfa og lykilatriðum þroskunarferla.

Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor og samstarfsmenn hans við Háskólann á Hólum hafa rannsakað þessar spurningar, með því að skoða bleikjur, hornsíli og búsvæði þeirra hérlendis og ytra.

Bjarni mun fjalla um rannsóknirnar og líkön sem samþætta vistfræði, þróun og þroskun, í erindi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands föstudaginn 1. apríl. Erindið er frá 12:30 til 13:10 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Allir velkomnir.

ac_370_2_0_7_1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kannski mætti líkja bleikjunni við mannfólkið:

=Það geta bæði verið til dvergar og risar hjá báðum tegundunum.

Aðal spurningin ætti að vera, hverskonar fólk eða dýr  við viljum að þróist áfram/ eftir hvaða eiginleikum viljum við keppa eftir??

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1548604/

Jón Þórhallsson, 30.3.2016 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband