Leita í fréttum mbl.is

Móta minningar vetradreifingu síldarinnar?

Föstudagsfyrirlestur vikunnar verður fluttur af Jed I. Macdonald, doktorsnema í líffræði.

Erindi Jeds heitir: Do memories govern the winter distribution of Atlantic herring?

Meðhöfundar hans eru Kai Logemann, Elias T. Krainski, Þorsteinn Sigurðsson,
Colin M. Beale, Geir Huse, Solfrid S. Hjøllo og Guðrún Marteinsdóttir prófessor.

Hugmyndir  um meðvitund og hugsun dýra eiga sér mikla og flókna sögu. Ljóst er að námshæfileikar, minni og félagslegar tengingar skipta margar dýrategundir miklu máli, t.d. fyrir far og farleiðir. Fyrir langlífar tegundir sem ferðast í hópum eins og síld (Clupea harengus) í torfum, er möguleiki á flutningi á þekkingu milli eldri og yngri einstaklinga. Jed hefur rannsakað 23 ára gagnasyrpu um far og veiði íslensku sumargosíldar hér við land. Niðurstöðurnar eru mjög forvitnilegar.

Lengra ágrip á ensku er hægt að lesa á vef Líf og umhverfisvísindadeildar.

Önnur erindi í fyrirlestraröð líffræðinnar vorið 2016.

http://luvs.hi.is/fyrirlestrar_vorid_2016


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband