5.5.2016 | 10:27
Mývatn er einstakt
Lífríki Mývatns og Laxár er með sérstæðasta hætti. Mývatn er mótað af miklum andstæðum. Það varð til við eldsumbrot, er frekar grunnt og inn í það flæða bæði heitt vatn og kalt. Vatnið liggur norðarlega á hnettinum og hátt yfir sjávarmáli, engu að síður er framleiðni þess að meðaltali mjög há, og heldur uppi stórum stofnum anda og fiska. En vistkerfið er líka brothætt, eins og gríðarlegar sveiflur í mývarginum bera vitni um.
Úr Mývatni var lengi nám á kísilþörungum, með dælingum upp af botninum. Holurnar mynduðust við dælingu geta virkað sem safnþrær fyrir efni sem venjulega bærist um sléttann botninn. Námugröfturinn er nú hættur, en aðrar ógnir stafa að lífríkinu.
Athuganir síðustu ára hafa sýnt hrun í bleikjustofninum, kúluskíturinn - einkennisþörungur Mývatns er að hverfa og síðan eru vísbendingar um einkennilega þörungablóma. Allt hnígur þetta að sömu niðurstöðu, lífríki vatnsins hnignar.
Helst ber þar að nefna innflæði á næringarefnum frá fólki (þ.e.a.s. saur og þvag), og munar þar mest um ferðafólkið. Skólphirðumál við Mývatn eru nefnilega ekki eins og best verður á kosið. Sveitarstjórnin segist ekki hafa bolmagn til aðgerða og ríkið þumbast við. Á meðan eykst fjöldi gesta og vandinn eykst. Þetta er auðvitað ólíðandi.
Náttúruelskandi íslendingar hljóta að taka undir ákall Landverndar um aðgerðir til úrbóta.
Skora á stjórnvöld að bjarga lífríki Mývatns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.