24.5.2016 | 13:24
Villtar kýr, simpansar og geirfuglar
Veröldin okkar er ekki nógu stór. Eftir að blómaskeið okkar mannanna hófst, höfum við haft gríðarleg áhrif á aðrar lífverur á jörðinni.
Stórir grasbítar réðu ríkjum á sléttum norður ameríku, áður en forfeður indjána komu þangað fyrir um 15.000 árum. Þeir voru allir veiddir upp til agna. Útdauði tegunda stórra fugla er velþekkt, hérlendis vegna Geirfuglsins sem er okkar "merkilegasta" framlag til málaflokksins.
Samt sem áður finnast enn villt spendýr í náttúrunni, jafnvel af tegundum sem við hugsum ekki um sem villt. Kýr (Bos taurus) eru dæmigert húsdýr, og við eigum erfitt með að átta okkur á því að þær hafi einhvern tímann verið villtar. En þær voru það í fyrndinni og svo merkilegt er að enn finnast nokkrir stofnar villtra kúakynja.
Forfaðir flestra kynja núverandi kúa (Bos primigenius) lifði í evrópu, en dó út á átjándu öld. Nokkrar tegundir villtra kúa eru til, t.d. yakuxar, vísundar og evrópuvísundar, en flestir stofnarnir eru litlir. Mestu skiptir þar að villtar lendur eru takmarkaðar, þar sem við mennirnir höfum nýtt nær allt undirlendi fyrir akra og borgir.
Svipað er uppi á teningnum hjá náfrændum okkar simpönsunum. Eftir því sem ég kemst næst eru líklega 4 tegundir simpansa til í Afríku, en stofnarnir eru margir hverjir mjög litlir og einangraðir. Stofn simpansa í Gombe við strönd Tanganyaka vatns telur t.d. bara rúmlega 100 dýr, og hefur hann bara um 34 ferkílómetra svæði til umráða. Einhverjum kann að virðast það kappnóg rými, en svo er ekki fyrir tegund sem var vön því að geta ferðast um stór svæði og fylgja framboði fæðunnar eftir.
Jane Goodall mun segja frá rannsóknum sínum í opnu erindi í Háskólabíói 15. júní n.k.
Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta. Erindi Jane er stórkostleg upplifun.
https://www.facebook.com/JGIceland/
NY Times 23. maí 2016.Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.