Leita í fréttum mbl.is

Hin ósýnilegu gersemar náttúrunnar

Jörðin er haf. Sannarlega stingast nokkrir steinar og klettar upp úr, en stærstur hluti yfirborðs jarðar er undir vatni. Við búum á landi, og eigum auðveldara með að skynja veröldina undir lofti en neðansjávar. Við hugsum frekar um það sem gerist nær okkur og við skynjum beint. Það er auðveldara að skilja mengun í stórborg en plastflekk á miðju Kyrrahafi.

Kóralrifið mikla fyrir utan strendur Ástralíu fellur í þennan flokk, það er fjarlægt og hulið vatni. Rifið er gríðarlegt að stærð, en við eigum erfitt með að skynja hana - rétt eins og breytingar yfir tíma vegna hnattrænnar hlýnunar eða uppsöfnun ósons í himinhvolfinu. Það er bæði afleiðing okkar líffræðilegu takmarkana, skynjunin okkar virkar best á ákveðnu bili, en líka pólitískrar vanrækslu.

Súrnun hafsins er annað dæmi um breytingar á náttúrunni af mannavöldum, sem við eigum bágt með að skilja og leggja mat á. Þar eru samt að verki einföld efna og eðlisfræðileg lögmál, rétt eins og við breytingar á loftslagi. Ofan á leggjast síðan líffræðileg atriði eins og mismunandi hæfni lífvera til að vinna og halda í kalk.

Hnignun lífríkis Mývatns er líka dæmi um umhverfisógn, sem við höfum verið of hæg að bregðast við. Fræðimenn hafa bent á alvarleg teikn á lofti í mörg ár, en viðvaranir þeirra hafa verið hundsaðar. Ástæðan er sannarlega sú að fræðimenn tala almennt varfærnar en meðalmaður (sérstaklega pólitíkusar), en líka sú að yfirvöld hafa tilhneygingu til að draga lappirnar nema á þau sé þrýst (helst kröftuglega). Við verðum að ýta, til að Mývatni verði bjargað.

Michael Mann heimsótti Háskóla Íslands á föstudaginn, og flutti mjög vönduð erindi um loftslagsmál, leiðir til úrlausnar og skipulagt andóf olíu og gasfyrirtækja gegn loftslagsvísindum og samningum. Hann lagði áherslu á að vísindamenn miðluðu þekkingu sinni, bæði þegar gersemar náttúrunnar ættu í hlut og líf mannsins á jörðinni liggi við.

ng_jg1965_chimpanzees.jpgJane Goodall leggur áherslu á þetta sama. Hún kom til Gombe við Tanganyika vatn í Afríku, árið 1996. Hún hóf rannsóknir á simpönsum og nú er Gombe þjóðgarður. Hann er reyndar bara 34 ferkílómetrar að stærð og þrengt að honum úr öllum áttum. Simpansar eru í útrýminarhættu, vegna eyðingar búsvæða, sjúkdóma og innræktunar vegna einangrunar stofnanna.

Jane leggur áherslu á að vernda dýr þeirra sjálfra vegna. En hún minnir okkur á að náttúruvernd er einnig mannvernd. Við verðum að vernda náttúruna því annars föllum við fyrir okkar eigin útdauðabylgju.

Jane mun halda opið erindi í Háskólabíó kl 17:00 þann 15. júní 2016. Þetta er einstakur viðburður sem mun ekki láta neinn ósnortinn. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. https://www.facebook.com/events/755993367870603/

Jane Goodall - Lessons from Gombe - Fifi fights back. National Geographic


mbl.is Náttúruundur í lífsháska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband