Leita í fréttum mbl.is

Háskólastarf á Íslandi er stefnt í hættu

Háskólar mennta fólk, bæði einstaklinga og þjóðir. Menntað fólk leitar þekkingar, sinnir mikilvægum störfum, tekur þátt í gagnrýnni umræðu og skapar nýja hluti (t.d. leikrit, lyf eða tæki).

Ályktun um fjárveitingu ríkisins til háskóla var samþykkt einróma á fundi háskólaráðs Háskóla Íslands 2. júní síðastliðinn. Þar segir:

Í fjárhagsáætlun Háskóla Íslands sem staðfest var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í febrúar sl. er gert ráð fyrir 300 m.kr. rekstrarhalla á yfirstandandi ári. Því er ljóst að starfsemi Háskólans hvílir á mjög veikum fjárhagslegum grunni og er henni stefnt í bráða hættu nema til komi auknar fjárveitingar...

Ítrekað hefur réttilega komið fram í orðum mennta- og menningarmálaráðherra að háskólastigið á Íslandi sé verulega vanfjármagnað. Þetta staðfestir samanburður við háskóla á Norðurlöndum og skýrslur OECD um fjármögnun háskólanáms með óyggjandi hætti,“ segir ennfremur í ályktuninni að samþykkt stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs geri ráð fyrir að framlag á hvern háskólanema skuli vera sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndunum.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er ekkert sem styður við þessa samþykkt, nema ætlunin sé að fækka nemendum sem eiga kost á háskólanámi hérlendis um mörg þúsund og halda fjárveitingum óbreyttum og/eða hefja almenna töku skólagjalda...

 

Það að svelta háskólastigið er örugg leið til að draga úr samkeppnisfærni þjóðarinnar, dreifa samfélagslegri umræðu á dreif, halda efnahagnum einsleitum og andlega lífinu í hlekkjum. Vonandi er það ekki vilji núverandi stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband