Leita í fréttum mbl.is

Vísindagangan 22. apríl

Vísindagangan (e. March for Science) fer fram í miðbæ Reykjavíkur á Degi Jarðar, laugardaginn 22. apríl kl. 13. Markmið göngunnar er að sýna vísindafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í lýðræðislegu samfélagi.

Á Degi Jarðar, laugardaginn 22. apríl næstkomandi fer Vísindagangan fram í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða samstöðumótmæli með vísindasamfélaginu í Bandaríkjunum en meginviðburðurinn fer fram í Washington DC undir merkjum "March for Science".

Gengið verður frá Skólavörðuholti kl. 13 niður að Iðnó, þar sem haldinn verður umræðufundur um þá vá er steðjar að vísindunum í Bandaríkjunum og víðar og þær afleiðingar sem þöggun og niðurskurður í vísindum hefur fyrir samfélagið og Jörðina.

Dagsetningin sem varð fyrir valinu er táknræn bæði vegna þess að áhugafólk um vísindi um allan heim taka höndum saman þennan dag í Vísindagöngunni, og vegna þeirra geigvænlegu áhrifa sem það mun hafa á Jörðina verði viðvaranir vísindafólks um áhrif loftslagsbreytinga virtar að vettugi.

Umræðufundurinn hefst kl. 14. í Iðnó og framsögufólk verður:

 visindaganga.jpg

Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston University

Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík

 

Fundarstjóri: Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga.

Allir eru velkomnir á viðburðinn, vísindamenn sem og áhugamenn um vísindi á öllum aldri.

Meiri upplýsingar um þennan viðburð: 
- https://www.facebook.com/events/608584169266237/
- https://www.marchforscience.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna kemur minn STUÐNINGUR TIL VÍSINDASAMFELAGSINS OG TIL  JARÐARINNAR: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/549/

ÞIÐ RÁÐIÐ HVORT AÐ ÞIÐ TAKIÐ Á MÓTI ÞESSARI GJÖF EÐA EKKI.

Jón Þórhallsson, 10.4.2017 kl. 15:32

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir móralskann stuðning Jón.

Arnar Pálsson, 12.4.2017 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband