18.4.2017 | 11:46
Kóralrifið í Kringlunni
Ef kóralrifið mikla væri í Kringlunni eða við hliðina á þinghúsinu í London, þá hefðum við verið búin að gera eitthvað. Mannfólk lifir ofan jarðar en ekki í vatni, þess vegna skynjum við svo illa hamfarir sem eiga sér stað í sjó eða vötnum. Nú eiga sé stað margskonar hamfarir neðan sjávarmáls eða í vötnum. Skólp frá borgum, iðnaði og landbúnaði eyðileggur lífríki vatna og sæva, raskar jafnvægi vistkerfi og hlutföllum lífvera. Plastdrasl safnast upp í höfum, sem agnarsmáar agnir eða gríðarstórir plastflekar. Því er spáð að magn plasts í hafinu verði meira lífmassi allra fiska áður en langt um líður.
Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og af manna völdum. Áhrifin eru margþætt og alvarleg, t.d. gegnum súrnun sjávar og hlýnun sem breytir farleiðum og útbreiðslu tegunda.
Okkur er því miður enn tamt að hugsa um jörðina sem eign eða leikvöll, eitthvað sem við megum nýta okkur til viðurværis eða skemmtunar.
Alexander von Humbolt var einn sá fyrsti sem áttaði sig á því að lífríki jarðar er samtvinnað og heilstætt, að skógarnir anda og næra dýralíf á landi og vatni. Og að landbúnaður, iðnaður og mannana tilvist hefur áhrif á lífríkið og eiginleika jarðarinnar.
Reynum að sjá fyrir okkur kóralrif í Kringlunni, eða einhverstaðar í okkar eigin nærumhverfi. Þá er auðveldara að átta sig á vandanum og kveikja hjá sér viljann til aðgerða. Aðgerðirnar geta verið þær að ferðast gangandi eða hjólandi, sleppa utanlandsferðum, draga úr kaupæðinu, kaupa hluti sem eru umhverfisvænni (t.d. ekki umbúðir úr plati), ganga í eða styðja samtök sem berjast fyrir verndun umhverfis og vera óhrædd við að tala um mikilvægi umhverfisverndar nær og fjær.
Mynd er af hádegissól í desember, tekin á Seltjarnarnesi.
Fordæmalaus fölnun Kóralrifsins mikla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.