Leita í fréttum mbl.is

Umhverfismat fyrir kísilver á Grundartanga

Af einhverjum undarlegum ástæðum var ákveðið að fyrirhugað kísilver á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat.

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð fór þá leið að höfða mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, með það að markmiði að fá umhverfismat á framkvæmdirnar. Forvarsmenn umhverfisvaktarinnar rekja málið í grein í Fréttablaði dagsins. Engin óháð rannsókn eða mat hefur farið fram á fyrirhuguðum framkvæmdum, allt er byggt á gögnum sem forsvarsmenn verksmiðjunar leggja fram sjálfir, og hagsmunatengsl eru milli stjórnar sveitarfélagsins og ráðgjafafyrirtækis sem fengið var til að meta áhrifin. Í greininni er ályktað:

Umhverfismat fyrir kísilver Silicor Materials er sjálfsagt, eins og fyrir alla stóriðju. Því til stuðnings má nefna að eftir er að afla viðmiðunarmarka á Íslandi fyrir ýmiss konar eiturefni sem er að finna í framleiðsluferli kísilversins. Það er vissulega óásættanleg staða. Jafnframt er ekki ljóst hvaða eiturefni verða geymd á athafnasvæði kísilversins, í hve miklu magni og hvernig þau verða geymd, en þessi atriði skipta miklu máli.

Silikon afurðirnar sem framleiða á, er fyrirhugað að nota í sólar rafhlöður.

Erlendar rannsóknir sýna að framleiðsla á sólarrafhlöðum getur verið töluvert mengandi. Því er mikilvægt að gæta þess að framleiðslan fari fram með tillit af ströngum umhverfisstöðlum. Það er ekki sniðugt að losa meira koltvíldi við framleiðslu sólarrafhlaða, en sparast við að nota rafhlöðurnar! Rannsókn við Northwestern háskóla sýndi að framleiðsla á sólarrafhlöðum og einingum í þær hefur verið að færast frá vesturlöndum til annara landa með veikari umhverfislöggjöf, s.s. Malasíu, Taívan og Kína. Er áhugi erlendra aðilla á kísilvinnslu hér sprottinn af sömu ástæðu. Vita þeir að umhverfislöggjöfin er veikari hér eða að framkvæmdavaldið er til í næstum hvað sem er?

Ítarefni:

Fréttablaðið 19. maí 2017 Silicor Materials í Hvalfirði og nýju fötin keisarans

Christina Nunez, National Geographic 2014 How Green Are Those Solar Panels, Really?

Louise Lerner, vefsíða Northwestern University, 2014 Solar Panel Manufacturing is Greener in Europe Than China


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband