Leita í fréttum mbl.is

Sannfærandi rök lífsins

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Rök lífsins eftir dr. Guðmund Eggertsson, bjóða Líffræðifélag Íslands, Líffræðistofa Háskóla Íslands og Benedikt bókaútgáfa til útgáfuhófs í Öskju, fimmtudaginn 17. maí klukkan 16.00 (á svölum 3 hæðar).

Guðmundur mun kynna bók sína í nokkrum orðum og Ólafur Andrésson, prófessor í erfðafræði segir nánar frá bókinni.

Á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.

Verið hjartanlega velkomin að fagna með okkur útgáfu bókarinnar.

RokLifsinsRannsóknir á lífverum má rekja til fornaldar, sérstaklega til Aristótelesar sem starfaði á 4. öld f.Kr. og hafði meðal annars ákveðnar hugmyndir um erfðir. Þetta voru merkileg upphafsskref en aldirnar liðu án þess að frekar miðaði í átt til skilnings á þeim lögmálum sem ráða innri starfsemi lífvera. Eðli lífsins var ráðgáta. Kenning um þróun lífvera kom fram um aldamótin 1800 og árið 1859 kom út bókin Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin. Góður skilningur á líffræðilegum forsendum þróunar varð þó að bíða blómstrunar erfðafræðinnar á 20. öld.

Í þessari bók er sagt frá nokkrum brautryðjendum líffræðinnar, sérstaklega á sviði erfðafræði, allt frá Aristótelesi til Watsons og Cricks. Jafnframt er sögð saga hugmynda og uppgötvana sem um miðja 20. öld leiddu til byltingar í skilningi manna á eðli lífsins.

Nánari upplýsingar um bókina má nálgast á vef Benedikts bókaútgáfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband