30.5.2019 | 21:19
Leyndardómur Rauðahafsins
Fyrst hugsaði ég um Tinna og Kolafarminn. Og svo Móses og gönguferðina hans. En hvorutveggja er skáldskapur.
Lífríki Rauðahafsins er um margt sérkennilegt. Hafið er á mjög heitum hluta jarðar, næstum alveg innilokað af stórum þurrum landsvæðum. Í því eru merkileg kóralrif og þeim fylgja margvíslegar lífverur og lífkerfi.
Að auki var grafin skurður yfir í Miðjarðarhaf sem tengdi vistkerfi þeirra, og að auki flytja skip oft kjölfestuvatn á milli landsvæða og dreifa þannig sjávarlífverum. Þannig barst t.d. grjótkrabbinn til Íslands.
Sérfræðingur í lífríki Rauðahafsins, Michael Berumen við háskóla í Sádí arabíu heldur föstudagserindi líffræðistofnunar 31. maí.
Erindið hans nefnist:
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ertu að gefa það í skyn að Móses hafi ekki verið til?
Jón Þórhallsson, 30.5.2019 kl. 21:37
Ertu að gefa í skyn að Tinni hafi ekki verið til?!
Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 23:08
Gef í skyn að Rauðahafið hafi verið til.
Arnar Pálsson, 3.6.2019 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.