Leita í fréttum mbl.is

Leyndardómur Rauðahafsins

Fyrst hugsaði ég um Tinna og Kolafarminn. Og svo Móses og gönguferðina hans. En hvorutveggja er skáldskapur.

Lífríki Rauðahafsins er um margt sérkennilegt. Hafið er á mjög heitum hluta jarðar, næstum alveg innilokað af stórum þurrum landsvæðum. Í því eru merkileg kóralrif og þeim fylgja margvíslegar lífverur og lífkerfi.

Að auki var grafin skurður yfir í Miðjarðarhaf sem tengdi vistkerfi þeirra, og að auki flytja skip oft kjölfestuvatn á milli landsvæða og dreifa þannig sjávarlífverum. Þannig barst t.d. grjótkrabbinn til Íslands.

Sérfræðingur í lífríki Rauðahafsins, Michael Berumen við háskóla í Sádí arabíu heldur föstudagserindi líffræðistofnunar 31. maí.

Erindið hans nefnist:

 
Abstract: The Reef Ecology Lab in KAUST’s Red Sea Research Center explores many aspects of movement ecology of marine organisms, ranging from adult migrations to intergenerational larval dispersal. This talk will explore, in some general terms, which groups of coral reef-associated animals have high levels of endemism in the Red Sea, an ecosystem with many unique properties. It will also address patterns of connectivity, biodiversity, and biogeography in the Arabian region, including some highlights of new species recently described in the region. For some taxonomic groups, genetic and genomic patterns are investigated to help understand how the distributions of these organisms originated and how their distributions are maintained. The talk will highlight some of the interesting features of the Red Sea, such as the environmental conditions that mirror climate change forecasts for other reef regions, and how the Red Sea fits in the larger picture of biogeography of the Indian Ocean.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ertu að gefa það í skyn að Móses hafi ekki verið til?

Jón Þórhallsson, 30.5.2019 kl. 21:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ertu að gefa í skyn að Tinni hafi ekki verið til?! cool

Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 23:08

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Gef í skyn að Rauðahafið hafi verið til.

Arnar Pálsson, 3.6.2019 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband