25.9.2007 | 15:24
Hver þekkir líkama sinn?
Öll höfum við þessa notalegu og notadrjúgu líkama, til að flytja meira eða minna meðvitaðan einstakling af tegund vorri (Homo sapiens) á milli staða. En skrokkurinn er samt merkilega framandlegur mörgum, og margt um hann sem maður hvorki skilur né kann að meta.
Fyrr í dag rakst ég á lista af 10 sérkennilegum staðreyndum um líkama okkar og líffræði. Þar voru leiddar líkur að því, t.d. að stækkun heilabús mannskepnunar hafi haft leiðinda afleiðingar fyrir tennur okkar. Þá sérstaklega vísdómstennurnar, sem álitnar eru leifar frá forfeðrum okkar sem passi ekki svo gjörla inn í litlu og nettu kjálka nútímamannsins, samanber þjáningar og þrautir sem of mörg okkar hafa upplifað.
Einnig var forvitnileg sú hugmynd að líkamsstaða hafi áhrif á minningar. Ef maður hefur einhverntíman lent í því að vera hengdur upp á fótunum og kitlaður til óbóta, þá er líklegt að maður muni það.
Þetta á sérstaklega við næst þegar maður hangir á fótunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.