12.12.2007 | 10:50
Skoðanir Watsons og HREINN uppruni
James Watson, var nægilega skynsamur að setjast í helgan stein, eftir að hann afhjúpaði sjálfan sig sem kynþáttahatara með athugasemdum sínum um greind hörundsdökkra Afríkubúa. Hann var samt greinilega ekki nógu skynsamur til að átta sig á því að athugasemdir hans voru ekki studdar af vísindalegum niðurstöðum, né að draga til baka athugasemdir um greind Afríkubúa í afsökunarbeiðni sinni.
Nýjasti flöturinn á málinu er grein í Times of London nú á sunnudaginn, birtir blaðið niðurstöður greiningar sem Íslensk Erfðagreining framkvæmdi á erfðamengi Watsons (sem hefur verið sent í opinbera gagnagrunna). Niðurstaða þeirra er að sumar stökkbreytingar sem eru algengar í Afrískum þjóðum finnast einnig í Jim gamla Watson. Hlutfallið er um 16%, sem gæti bent til þess að náin forfaðir eða fleiri hafi verið af Afrískum uppruna. Við höfum áður farið yfir slíkar uppruna greiningar á þessari síðu, og rakið kosti þeirra og galla. Erlendar fréttir um þessa framvindu mála hafa flestar háðskan blæ, en það verður að viðurkennast að það hefði verið betra hefðu niðurstöður greiningar Decode verið birtar og aðgengilegar öllum. Kára til hróss, þá hefur hann slegið varnagla og verið varkár í orðum sínum.
En það er einnig athyglisvert að skoða umræðuna hérlendis um þessi tíðindi.
Fyrst ber okkur niður í frétt morgunblaðsins, þar sem staðhæfing Watsons er rædd.
"Aðrir vísindamenn, sem stundað hafa erfðafræðilegar rannsóknar, lýstu því í kjölfarið yfir að ekki væri hægt að draga slíkar ályktanir af DNA rannsóknum."
Það er satt að erfðafræðingar hafa gen hafa áhrif á greind manna, til dæmis fann athugun 7000 enskum börnum fáa erfðaþætti, sem allir voru með veik áhrif (einnig rætt á mbl.is). En það sem vegur meira, er að samanburðarrannsóknir sýna ítrekað að umhverfi hefur meiri áhrif á grein (eins og hún er mæld með IQ prófum). Þær rannsóknir sýna m.a. að greindarvísitölur (IQ) hækkuðu hratt á síðustu öld (sem bendir til að gen geti ekki legið að baki, því þróunin er mjög sjaldan svo hröð), ættleiðingarstúdíur sýndu að uppruni (stundum skoðaður sem gamal dags kynþættir) hefur mjög lítil áhrif á greind. Sumir hafa sagt að heilastærð hljóti að tengjast greind, og þar sem afríkubúar eru að meðal tali með minni höfuð hljóti þeir að vera heimskari en aðrir. Þessi tilgáta um tengsl höfuðstærð ar og greindar hefur verið marg hrakin, t.d. koma karlmenn og konur jafnvel út úr IQ prófum, þrátt fyrir umtalsverðan mun í umfangi höfuðkúpunnar. Þessi dæmi og önnur eru rakin af Richard Nisbett í grein "all brains are the same colour" sem birtist í New York Times.
Önnur lína í fréttinni krefst athugasemdar. Verið er að bera saman hlutfall stökkbreytinga sem algengar eru í Afríkubúum við sýni af Evrópskum einstaklingum. Þetta tengist uppruna erfðamengis Watsons, þar sem ÍE kemst:
"að þeirri niðurstöðu, að 16% gena hans [Watsons] megi rekja til svarts forföður af afrískum uppruna. Þetta hlutfall er innan við 1% hjá þeim sem eru af hreinum evrópskum uppruna."
"Hreinn evrópskur uppruni" er lína sem gæti sómt sér vel á heimasíðu hægriöfgamanna. Stökkbreytingar eru mistíðar, eftir landshlutum og löndum, mestan partinn vegna sögu mannkyns og áhrifa tilviljana.
Aðalatriðið er að á erfðasviðinu renna þjóðir og stofnar saman í eina samfellu, og þótt blæbrigðarmunur sé á erfðasamsetningu þjóða eða íbúum heimsálfa, þá hefur það ekkert með hreinleika eða yfirburði að gera.
Nóbelsverðlaunahafi með svört gen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Arnar, ert þú nokkuð að vinna fyrir deCODE?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.12.2007 kl. 15:21
Ekki lengur.
Og ef það er eitthvað atriði, þá hef ég ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég er ekki sammála öllu sem decode hefur staðið fyrir (Gagnagrunninn sérstaklega). En ég skammast mín ekki fyrir að hafa unnið þar, síður en svo.
En það er rétt að þessi frétt um Afrísku stökkbreytingarnar hans Watsons er um margt sérkennileg. Venjulega eru vísindalegar niðurstöður settar fram í greinum (eins og þegar erfðamengi Craig Venters var birt), en þessar niðurstöður læddust inn bakdyra meginn, með sunnudagsblaðinu.
Arnar Pálsson, 12.12.2007 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.