25.1.2008 | 10:49
Vísindabrandarar vikunnar
Mörkin milli hins fáranlega og alvarlega eru dásamlega ójós.
BBC, og fleiri miðlar, birtu á miðvikudaginn mynd frá Mars, undir fyrirsögninni "Líf á Mars? " Ég rýndi heillengi í myndina áður en ég las meðfylgjandi texta, því myndir segja meira en þúsund orð, en sá ekki neitt. Sumir greindu mannsform vinstramegin á myndinn, aðeins ofan við miðju, sem virðist vera að ganga yfir yfirborð plánetunar. Af þessum litla meiði hafa síðan sprottið mýgrútur af athyglisverðum kenningum, um garðálfa á mars, skyldleika þessarar veru við styttuna af hafmeyju HC Andersens í Kaupmannahöfn, eða útlegð Maríu mey guðsmóður á rauðu plánetunni. Því miður varð Badastronomy.com að kippa fólki niður á jörðina með athugasemd sinni "Maður? Þetta er örlítill steinn, sem skagar nokkra sentimetra upp í loftið. Þetta er nokkra metra frá Marsfarinu Rover" (á ensku "A man? It's a tiny rock only a few inches high. It's only a few feet from the rover!")
Í vikunni var kynnt rannsókn Dr. Philip Shaw sem sýnir að rjómatertur geta dregið úr verðugleika fyrirmenna. 25 stjörnur og stórmenni (t.d. enskir hefðarmenn, virðulegar dömur með pelsa og ríkir kaupmenn) fengu rjómatertu í andlitið, með þeim afleiðingum m.a. að mikilleiki þeirra minnkaði og staða þeirra í samfélagsstiganum snar versnaði. Þessi rannsókn fylgir í kjölfar annara rannsókna á áhrif kúamykju, bananahýðis í smetti og þess að hrynja niður stiga á virðugleika. Dr. Shaw kynnti niðurstöðurnar á opnum fundi og var málflutningi hans vel tekið, og flestir sannfærðir um ályktanir hans, þar til hann fékk bananahýði í andlitið. Eftir það höfðu orð hans ekkert vægi.
Rétt er að tiltaka að "frétt" þessi kom úr lauknum (the Onion) sem miðlar einungis óáreiðanlegu fréttum, svipað og Baggalútur.is.
Þótt Mars frétt BBC sé lauflétt og skemmtileg, þá finnst mér örlítið miður að hún skuli hafa birst á vísindasíðu þeirra, innan um nákvæmari og raunverulegri fréttir. Sem betur fer er fólk skynsamara en svo að það gleypi svona léttmeti og prediki sem sannleik.
Að síðustu, og grínlaust, tveir gosdrykkir (jafnt sykurskertrir sem sykraðir) á dag auka líkurnar á ýmsum nýrnasjúkdómum (frétt NY Times um grein í tímaritinu Epidemiology).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 28.1.2008 kl. 17:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.