Leita í fréttum mbl.is

Athugasemdir

1 identicon

Sæll mér finnst frábært að lesa þetta því það staðfesti það sem mamma sagði alltaf. Langafi minn og amma giftust til að halda peningum í fjölskilduni. Því höfðu þau efni til að eignast mörg börn.

Þau fengu 4 jarðir í brúðargjöf frá foreldrum sínum. En feðurnir voru bræður. Þetta var algengt til að halda landi og völdum í fjölskilduni. Þessar fjórar jarðir urðu síðan til þess að synir þeirra höfðu góðan möguleika á að eignast börn. Og dæturnar gátu gifst vel. Nógur matur var í húsum.

Brúðkaup Langafa og ömmu var síðast stórbrúðkaupið á íslandi. Þar sem allri sveitinn var boðið (Húnvetningum) og stóð yfir í 3 daga. Á hverjum degi var nýrri tunnu að vini og veigum sett út á hlað. Dansað sungið og farið í leiki. Til gamans má geta þess að Laxá á Ásum og Laxárvatn fylgdu með. Svo ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvað þetta myndi vera verðmetið á í dag. ha..ha.....

Ég hef líka verið að velta fyrir mér hvort stórefna menn hafi eignast langlífari börn en aðrir, því Móðir systir mín er 97 sú elsta, mamma varð að vísu bara 80 ára. Móðir mín átti mig seint og mamma var seinust af 10 systkinum. Þannig að við erum að tala um miðja nítjándu öldina, og afi og amma eru fædd í kringum 1870 og 1890. En sjálf er ég 47, Svo það er langt milli kinslóðana.

Fjósemi er mér hugleikið mál,og óska ég þess að eitthver fái áhuga á að kanna hvernig standi á því að 42 börn hafa að fæðast hjá konum fimmtíuára og eldri. (samkv. manntali) Og hvort nútíma líf eins og reykingar séu búnar að skerða það verulega eða hvort áhrifa valdurinn sé offita eða fóstureiðingar hjá eldri konum. Ef þú veist eitthvað um það væri ég mjög glöð að heyra þína skoðun.

Niðurstaða þeirra könnunar gæti haft áhrif á lög um tæknifrjógvanir svo að konur fá persónulegra mat um hvort þær megi fara í slíka meðferð,  en núna ekkert mat og alfarið er farið eftir kennitölu konunar. En engin kona fær að fara í meðferð sem er eldri en 42 ára, óháð getu.

Þetta var sitt lítið af hverju og vona ég að þú hafir haft gaman af.

Kær kveðja.

Matthildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:16

2 identicon

Erum við þá að tala um það að white trash frændsystkini mín úti á landi séu að fara að eignast einhver shit loads af börnum því þau geta ekki látið hvert annað í friði?

Tyrfingur (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Matthildur

Takk fyrir skemmtilegt innlegg. Það er oft talað um að Íslendingar hafi allir verið jafnfátækir, en það ætti að vera augljóst að þeirri litlu auðlegð sem var að skipta var ekki deilt jafnt um sveitir. Gagnagrunnur ÍE spannar hins vegar ekki efnahagslegar breytur, hvað þá aftur í tímann, og því ólíklegt að hann nýtist til að athuga hvort að efnahagur liggi að baki tengslum skyldleika og frjósemi. Önnur gagnasett ættu samt að geta svarað þessari spurningu...vonandi sem fyrst!

Að meðaltali dvínar frjósemi með aldri, sérstaklega hjá konum, en eðli gagnanna samkvæmt eru alltaf til frávik. Meðaltal lýsir bara staðsetningu dreifingar, sem getur spannað breitt bil (jafnvel upp fyrir 50 ára aldur fyrri frjósemi kvenna). Eins og þú ýjar að geta 50 ára konur verið í góðu líkamlega og andlegu ástandi og því reynst jafngóðar mæður og 42 ára konur.

Í framhaldinu má spyrja hvers vegna tíðahvörf eða hvers vegna eru konur ekki frjósamar fram í andlátið?

Erfðir og líffræði liggja að baki breytileika í frjósemi allra tegunda, og vitað er að margir erfðaþættir hafa áhrif á frjósemi mannsins. Skilningur okkar á lögmálum þróunar veita samt betri innsýn en erfðafræðin. Eftirtaldar hugmyndir eru bara dæmi um skýringar, sem reyndar hafa ekki verið fyllilega sannreyndar. Þar sem ungviði tegundarinnar þarf mikla umönnun, má leiða líkur að því að það sé óhagstætt að konur séu að fæða börn seint á lífsleiðinni. Slíkt er sóun á orku, þar sem ekki er tryggt að barninu verði sinnt.

Önnur tilgáta er sú að frjósemi eldra fólks skipti ekki máli, þar sem meðalaldur mannkyns er nú óeðlilega hár. Það er augljóst að meðalaldur mannkyns hefur verið að hækka á  síðustu öldum, aðallega vegna breytts umhverfis, ekki þróunar. Því má segna að æxlunarkerfi okkar hafi aldrei verið reynd undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja (allavega í löndum sem njóta velmegunar).

Fortíð okkar mótar líkamlegt ástand okkar, andlega hæfileika og þol gegn sýklum og sjúkdómum. Á sama hátt má álykta að atferli og útbúnaður til kynæxlunar mannkyns sé afurð þróunar.

Arnar Pálsson, 11.2.2008 kl. 09:33

4 identicon

Sæll og takk fyrir að svara.

Satt segir þú auðlegð hefur ekki verið skipt jafnt síðan á tímum veiðimanna og safnara, og allir klækir notaðir til að halda í fé og jarðir.

Miðað við að 32 ára aldur var meðaltals aldur fólks á tímum Rómverja og að þeir sem náðu sextugs aldri voru gamal menni þess tíma.       Þá var ekki nauðsynlegt að konur væru frjósamar lengi. Svo að lesa tölur frá Hagstofu um að konur hefðu verið að eiga börn eftir fimmtugt olli mér undrun.  

Og einginn virðist vita  hvort að frjósemi kvenna er að lengjast í annan endan og styttast í hinn. Hún er alla venga að breitast. Einnig getur verið um utanað komandi hlut eins og reykingar og kaffi er að ræða. En það hafa enginn börn fæðst hjá konum eldri en 50 síðustu 30 árinn.

Það lét mig fara að hugsa um hvar aðlögunar hæfileiki mannsins byrjar og endar, og hvort eftir 200 ár af velsæld, konan hefði lengt (ætti börn til 60 og lifði til 90) eða stytt tíma þann sem hún getur átt börn (og væri hætt um 25 ára). Það gæti haft miklar þjóðfélagslegar breitingar í för með sér. t.d. að fólki fækkaði verulega eða það eigi eftir að vera venjulegur hlutur að amma lægi í næsta rúmmi við hlið barnabarnsis á fæðingardeildinni.   he..he.... 

Maðurinn hefur ekki síður en dýrinn aðlögunarhæfileika og ég er innilega sammála þér að fortínn skapar líkamlegt ástand okkar málinu til sönnunar er hér smá dæmi.  Amma mín var 150 cm á hæð og verður kynþroska 18 ára gömul.  (ekki unglinga vandamálið þar) Sú lifði við kröpp kjör í æsku. Móðir mín var 160 á hæð og verður kynþroska 14 ára, þurfti að vinna mikð sem barn en hafði það betra.  Svo ég 168 cm og 12 ára kynþroska. Systurdóttir 170 og 11 ára og loks sú minnsta í fjölskylduni Barnabarn bróður míns 150 cm og 10 ára og kynþroska. En nú virðist hægja líka vöxtin í leiðinni. Svo að ef jafnan er hækkuð hæð sama og fyrr kynþroska, hvar liggja þá mörkinn, og ef að við kynþroska stöðvast vöxtur þá breytir það jöfnunni verulega.

Í fjölskildunni virðist líka vera samnefnari milli hæðar og langlífis. Þau systkini sem hæðst voru hafa lifað lengst.

Mikið hlítur að vera gaman að vinna við ransóknir og geta sett inn ýmsa stuðla og fengið svör. (ég er ekkert orðin græn að öfund)      Mér finnst gaman að hugsa út fyrir ramman, og sérstaklega fynnst mér gaman að því þegar framtíðinn á í hlut.  En ég mun víst bara geta velt hlutunum fyrir mér upp að vissu marki, en svo vantar allta ofmörg pústulspil í til að klára. Kanski er pústurspilið líka bara of stórt fyrir okkar tíma, eða áhugan vantar, enda hefur þetta engin áhrif á efnahag landsins í dag. En Þjóðverjar eru snögglega að eldast, vegna lágrar fæðingartíðni og á hún eftir að hafa mikið áhrif á framleiðni eftir tíu ár. Vona svo að þessar sundurlausu pælingar hafi ekki drepið þig úr leiðindum.

Kveðja

Matthildur (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:26

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk aftur Matthildur fyrir skemmtilegar bollaleggingar.

Þú ræddir mjög athyglisvert atriði, tengsl umhverfis og eiginleika mannsins, eins og kynþroska og stærð. Forfeður okkar lifðu oft við hungurmörk, eða upplifðu fæðuskort hluta ársins eða ævinnar. Nú til dags er fæðuframboð regulegra og ríkulegra, sem er á efa orsök þessara miklu breytinga á líkamsbyggingu og þar með óbeint (að öllum líkindum) kynþroska. Einnig mætti færa rök fyrir því að kvillar sem plaga vesturlandabúa séu tilkomnir vegna breytingar í stærð, ef ekki næringarástandi beint. Erfðabreytileikinn getur haft mismunandi áhrif eftir umhverfinu, og matur er eitt form umhverfis.

Ég upplifi það sem mikil forréttindi að fá að vinna við rannsóknir á lífverum og þróun þeirra, og finnst sérstaklega gaman að ræða spurningar í víðara samhengi. 

Arnar Pálsson, 26.2.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband