3.3.2008 | 09:40
Vísvitandi misvísandi fyrirsögn um vísindi
Íslenskir sköpunarsinnar hafi örugglega misst úr slag af spenningi, svona rétt eins og frændi minn nýaldarsinninn þegar hann horfði á fyrsta þáttinn af Ráðgátum (X-files). En síðan áttuðu þau sig á því að blaðablækurnar á mbl.is voru bara að fíflast, svona rétt eins og virðulegum fréttamiðli sæmir!
Þróunarkenning Darwins er grundvöllur að líffræði, læknisfræði, líftækni og fleiri greinum, og hún hefur staðist allar prófanir. Í megin atriðum gengur þróunarkenningin út á tvennt. Í fyrsta lagi að allar lífverur á jörðinni séu af sameiginlegum uppruna, það að allar lífverur séu skyldar, bara misjafnlega mikið. Í öðru lagi sýndi Darwin, og samtímamaður hans Alfred Wallace, fram á að aðlaganir (t.d. vængir til að flúgja með) gætu orðið til vegna áhrifa náttúrulegs vals (e. natural selection). Við höfum áður rætt um náttúrulegt val og nægir að árétta að orðið kenning hefur mjög skýra merkingu í raunvísindum. Kenning er hugmynd eða líkan sem útskýrir margar athuganir í náttúrunni, og sem hefur staðist ítrekaðar prófanir.
Það sem Morgunblaðið var að "leika" sér með, var sú staðreynd að Darwin lagði fram þá tilgátu (í bók sinni um breytileika í ræktuðum afbrigðum), að nánasti ættingi hænsna væru rauðar villihænur (red junglefowl). Reyndar dró Hutt þetta í efa árið 1949, en tilgátan var afsönnuð af sænskum hóp sem kortlagði gula genið í hænum (sjá grein á PLOS genetics). Myndin hér að neðan sýnir útbreiðslu nokkura villtra hænutegunda og útlit þeirra (mynd frá Eriksson og fél 2008, greinin útskýrir smáatriðin).
Mér finnst reyndar sérstaklega ánægjulegt að sjá viðbrögð moggabloggarana við fréttinni, hún hefur sveiflast frá góðlátlegu gríni til ádeilu á vinnubrögð mbl.is. Páll Jónsson stakk upp á viðbragði að hætti PZ Myers, sem hefur varið vísindin ötullega fyrir atlögum amerískra sköpunarsinna, á vefsíðunni Pharyngula (sjá einnig í tenglalista).
Spurningin sem ritstjórar Morgunblaðsins og mbl.is verða að svara, eru svona slæm vinnubrögð réttlætanleg? Má allt til að selja blöð?
Myndi Morgunblaðið birta fyrirsögnina: "Eru læknavísindin afsönnuð?"
Kenning Darwins felld? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Starfsmenn mbl eru svo kristnir að þeir hindra að mitt blogg & annarra sem snerta á trúmálum sjáist á ýmsum stöðum, fáránleg frétt & þeim til minnkunar, kannski þeir ættu að skipta um nafn og kalla sig miðaldablaðið ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:51
Ég gat ekki orðum bundist þegar ég sá þessa frétt - en þú sagðir allt sem segja þarf og sparaðir mér því umstangið :)
Takk!
haukurg (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:58
DoktorE
Leiðinlegt að heyra að sovésk ritstjórn ríki á miðli þessum.
Reyndar er Mogginn ekki eini miðillinn sem hefur reynt að ná athygli með slíkum línum um Darwin. Þar sem mér fannst verst var að blaðamaður og ritstjórn létu hjá leiðast að árétta að þróunarkenningin er flestum vísindakenningum traustari, og einbeittu sér að þessari frekar veigalitlu spurningu um uppruna hænsnfugla. Þegar National Geographic setti fram fyrirsögnina "Was Darwin wrong?" þá fylltu þeir blaðið af góður og ítarlegum greinum, bæði um vísindin og um stöðu þróunarkenningarinnar meðal almennings, togstreitu milli bókstafstrúarmanna og þeirra sem telja að við eigum að nota raunvísindi til að leysa vandamál sem steðja að mannkyninu.
Arnar Pálsson, 3.3.2008 kl. 18:04
Þess má geta að blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt er guðfræðingur!
Matthías Ásgeirsson, 3.3.2008 kl. 23:41
Ég hef mikið velt því fyrir mér undanfarið mér hvort að mannkynið sé að stíga skrefin frammávið í átt skynsemishyggjunar, eða hvort að afturhaldsöflin séu að sækja í sér veðrið.
En ég verð að viðurkenna að margt í fari blaðamennsku mbl. hefur á síðustu árum, minnt mig á vinnubrögð DV í hið gamla den.
Mikael Allan Mikaelsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 00:14
Skrifaðir nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Mér finnst ótrúlegt að mbl.is sé á þessu sorpblaðaplani þar sem villandi fyrirsagnir er það helsta sem fær fólk til að lesa greinarnar. Hvað varð um alvörublaðamennsku?
Íris (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:27
Mjög undarleg fyrirsögn. Takk fyrir að vekja athygli á þessu.
Guðmundur D. Haraldsson, 4.3.2008 kl. 15:15
þessi frétt minnir á fréttina BUBBI FALLINN , æði fréttarmenska
gestur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:15
Fréttinn var ómerkileg en þeim mun skemmtilegra að lesa bloggið sem fylgir.
Óli Jón (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:16
Þess má til gamans geta að Leif Andersson sem stýrði þessari rannsókn hefur verið í fremstu röð við einangrun erfðaþátta sem tengjast hrossalitum, nú síðast með einangrun á geni sem stýrir erfðum á vindóttu og staðsetningu gráa erfðavísins. Freyja Imsland líffræðingur, sem áður vann rannsóknaverkefni hjá mér sem varðaði erfðir á leirlitum í hrossum, er nú doktorsnemi hjá honum og er að hanna erfðafræðilegar orsakir á formbreytingu í kambsgerð hænsna.
Sigríður Klara Böðvarsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:16
Allir
Þakkir fyrir stuðningin. Svona fréttaflutningur er skömm, og það er eins og Morgunblaðið átti sig ekki á mikilvægi málsins. Sköpunarsinnar vilja knésetja Darwin og raunvísindin öll með þeim.
Matthías
Guðfræðingarnir sem ég kynntist í Chicago voru mestu efasemdamenn sem ég þekki, mjög snallt og gagnrýnið fólk. Þeir guðfræðingar sem ég þekki hérlendis eru kannski ekki jafn gagnrýnir, en vilja mannfólkinu vel. Síðan eru það þeir sem vilja hefja upp sína trú, á kostnað þekkingar, vísinda og velfarnaðar þjóðarinnar. Ég þekki ekki blaðamanninn og get ekki skipað henni í hóp, e.t.v. er hún fulltrúi þeirra sem hafa bara ekki pælt almennilega í þessu, en vilja samt fá athygli, t.d. með frétt sinni á forsíðu laugardagsblaðsins.
SKB
Frábært að heyra meira um þennan hóp í Svíþjóð og tengslin við Ísland. Kortlagningarvinnan virkaði ágæt, og greinin er varfærnislega skrifuð. Það verður gaman að sjá hvað Freyja gerir við hanakambinn.
Arnar Pálsson, 5.3.2008 kl. 09:16
Það virðist allt mega nú til dags. Öllu mögulegu og ómögulegu er haldið uppi, hversu ómerkilegt og villandi það er. Maður myndi nú samt halda að jafn virtur miðill og Mogginn, félli ekki í þá gildru, en sú virðist núna því miður hafa orðið raunin. En svona er nú heimurinn orðin. Það er allt gert til að selja, selja og selja. Því miður.
Þórhildur Daðadóttir, 5.3.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.