11.3.2008 | 16:26
Raunvísindaþing 2008
Á föstudag og laugardag mun Raunvísindadeild Háskóla Íslands standa fyrir þingi. Kynntar verða niðurstöður rannsókna á sviði t.d. jarðfræði, liffræði, efnafræði og stærfræði. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram í Öskju, náttúruvísinda húsi Háskóla Íslands (við hliðina á Norræna Húsinu). Dagskrá má finna á vefsíðunni www.raunvis.hi.is/~thing/ en mér finnst vert að leggja áherslu á nokkur yfirlitserindi. Páll Hersteinsson fjallar um Tófuna og sveiflur í veðurfari (13:00 föstudaginn 14), Guðrún Gísladóttir kynnir kolefnisbúskap í jarðvegi á sögulegum tíma á Reykjanesskaga (laugardaginn kl 10:30) og Helgi Björnsson ræðir stöðu jöklarannsókna á Íslandi við upphaf 21. aldar (13:00 laugardaginn 15). Vissulega eru fleiri erindi athygliverð, sérstaklega styttri erindi um rannsóknir á flugum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Æi nei..... verst að ég á ekki heimangengt, viss um að flugu-fyrirlesturinn verður alveg meiriháttar..... Þú kannski græjar glósur fyrir okkur sem ekki komumst og setur hér á bloggið??
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 12.3.2008 kl. 01:37
Hef reyndar ekki gert mínar eigin rannsóknir að umtalsefni hér. Vera má að hægri sannfæri vinstri og bót verði ráðin á. Á meðan læt ég duga tengil á síðu PNAS, þar sem grein um efni fyrirlestursins birtist.
Við erum að rýna í áhrif arfgerðar og mæðra á stærð eggja egg og fyrstu skref þroskunar í ávaxtaflugum.
Arnar Pálsson, 12.3.2008 kl. 14:56
Veistu Máni, ég held ég hafi alveg feilað sem líffræðingur. Mig hefur lengi grunað þetta og eftir að hafa kíkt á þessa síðu sem þú sendir er allur vafi á burt. Mér finnst það nú hálf sorglegt, sérstaklega verð ég sorgmædd í hvert skipti sem að rukkun kemur frá LÍN.
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.