16.4.2008 | 16:55
Fuglaráðstefna í Öskju
Tilkynning um Fuglaráðstefnu á vegum Fuglaverndar, Líffræðistofnunar HÍ og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
"Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Líffræðistofnun Háskólans og Náttúrufræðistofnun.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra setur ráðstefnuna. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvetsurlands og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. Á milli fyrirlestra verða stuttar umræður. Fuglavernd stendur fyrir ráðstefnu um fugla laugardaginn 19. apríl, kl. 1316:30 í Öskju, Háskóla Íslands. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Líffræðistofnun Háskólans og Náttúrufræðistofnun.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra setur ráðstefnuna. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvetsurlands og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. Á milli fyrirlestra verða stuttar umræður.
Dagskrá fyrirlestra:
Jan Ejlstedt, framkvæmdastjóri DOF (danska fuglaverndarfélagsins) - Alþjóðleg fugla- og búsvæðavernd.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun. Fuglastofnar á Íslandi - Ástand og horfur
Freydís Vigfúsdóttir, Náttúrufræðistofnun - Sjófuglar í breytilegu umhverfi.
Tómas Gunnarson, Háskólasetri Snæfellsness - Búsvæði fugla á Íslandi sérstaða og framtíð.
Einar Ó. Þorleifsson, Fuglavernd - Staða fuglaverndar á Íslandi."
Fuglar skipa sérstakan sess í sögu náttúrufræðinnar. Að hluta til er þetta vegna mikils áhuga almennings á fuglum, sem hefur hvatað að hluta frjóar rannsóknir á líffræði þeirra, fari, og atferli. Til dæmis vann Alfred Wallace (annar höfunda þróunarkenningarinnar) meðal annars fyrir sér með því að safna fuglshömum fyrir ríka einstaklinga og söfn, sem gerði honum kleift að vafra um Indónesísku eyjarnar og kynnast náttúru þeirra og fólki.
Ég kannast við Tómas og Freydís og get staðfest að þau unnu góð verkefni í framhaldsnámi sínu, og hin erindin eru einnig flutt af færu fólki.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 17.4.2008 kl. 13:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.