Leita í fréttum mbl.is

Haraldur og bleikjan

Hvort er verra að frétta af spennandi atburði þegar hann er búinn, eða þegar honum er ólokið en maður kemst ekki?

Harldur R. Ingvason hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs er að fjalla um bleikjuna í Elliðavatni á meðan færslan er rituð. Samkvæmt frétt á  visir.is þá hefur bleikjustofninn í vatninu skroppið saman á undanförnum árum. Einhverjar líkur eru á að hækkandi vatnshita sé um að kenna, en Haraldur er frekar varkár í ályktunum sínum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Mýflugan við Elliðavatn lifir hins vegar góðu lífi, en því fann Púkinn fyrir í gær þegar hann fór þangað í sumarbústaðinn sinn....sem er reyndar kominn inn í mitt einbýlishúsahverfi núna.

Púkinn, 6.5.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ég er ekki mjög hrifinn af þeirri stefnu að byggja alveg niður að vötnum, hvort sem þau heita Ástjörn, Elliðavatn eða Þingvallavatn. Það er ekki einungis hagur mýflugna sem maður ber fyrir brjósti, þótt hann sé manni ætið hugleikinn.

Arnar Pálsson, 7.5.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það borgar sig að vera varkár, því fiskur og veiði er mikið tilfinningamál hjá mörgum. Það sem mest háir mönnum í dag á þesu sviði er skortur á langtímagögnum, bæði hvað varðar veiði og umhverfisþætti.

Hvað varðar ofangreinda umfjöllun í Vísi þá minnist ég þess ekki að hafa tengt þetta hækkandi hita á jörðinni (global warming) heldur hækkandi sumarhita á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Sá hiti er svipaður því sem menn áttu að venjast um og upp úr 1930.

Global warming er of heitt efni til að hafa í flimtingum.

Sennilegast er að hækkandi hiti og lengra sumar auki enn frekar á það álag sem aðrir áhrifaþættir innan vatnsins valda bleikjunni að sumarlagi. Þeir þættir eru t.d. hátt pH (9,5) og óvenjuhár styrkur uppleysts áls. Urriðinn hefur hins vegar hærra kjörhitastig og því má vænta að hann þoli ástandið betur.

Ég samgleðst púkanum yfir líflegum mýflugum  -  ég sá töluvert af toppflugu (Chironomus sp.)  þegar ég var þarna á ferðinni sl. mánudag og það er alltaf einhver sjarmi yfir þeim. Suma daga getur Elliðavatn jafnvel slagað upp í frænku sína fyrir norðan, Mývatn. 

Svo er spurning hvort náttúruunnendurnir sem flykkjast í nýju hverfin þarna uppfrá séu jafn hrifnir og ég af þessum þætti "hinnar óspilltu náttúru".

Haraldur Rafn Ingvason, 7.5.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Haraldur "gamli" félagi *

og að senda okkur tengil á slæðurnar úr erindinu.

http://www.natkop.is/photos/Hiti_Ellidavatn.pdf 

Blaðamenn virðast vera til í allskonar ónákvæmni til þess að laða lesendur að fréttum sínum. Slíkt atferli getur reynst meira ógagn en gagn, og e.t.v. ástæða þess að sumt vísindafólk forðast samskipti við fjölmiðla eins og plasmodium falciparum (frumdýrið sem veldur malaríu).

* Við Haraldur vorum samtíða í líffræðinámi, brölluðum margt mismerkilegt. Lýsingarorðið gamall er alltaf afstætt er það ekki?

Arnar Pálsson, 8.5.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband