16.5.2008 | 09:00
Mbl.is á mjólkurdufti
Minni er hluti af greind. Hvað á maður að halda þegar mbl.is birtir sömu fréttina (Áhrif brjóstamjólkur á greind barna) tvisvar sama mánuðinn? Les starfsfólk mbl.is ekki sitt eigið blað? Eru ritstjórarnir minnislausir? Heldur starfsfólk mbl.is að lesendur séu minnislausir?
Það sem eftir stendur er að grein Þóru Kristínar í 24 stundum er um margt læsilegri og skýrari en upprunalega fréttin í mbl.is. Og fréttamiðlar ættu að hvetja sitt starfsfólk til að kvitta fyrir pistlunum, og tilgreina hvaða ritstjóri ber ábyrgð á hverju blaði/vefútgáfu. Öll berum við ábyrgð á orðum okkar og gjörðum.
Lengri brjóstagjöf eykur greind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Algjörlega sammála - og sérstaklega því að greinahöfundar kvitti fyrir.
Hjördís Þráinsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:25
Ég er líka sammála, hvetjum greinahöfunda til að kvitta fyrir sig !
Kristín (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:53
Ég hef heyrt að mjólk sé ekki lengur á boðstólnum í mötuneyti Árvakurs. Það gæti skýrt ýmislegt.
Steinar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:58
Verðum við ekki að krefjast móðurmjólkursprófs af blaðamönnum? Reyndar eru munurinn bara nokkur IQ stig. E.t.v. má brúa bilið með einbeittu námi...eða nokkrum tunnum af bjór.
Arnar Pálsson, 19.5.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.