19.6.2008 | 15:20
Keyrsla sama hvað það kostar
Vísir.is ber tíðindi af örveru sem getur búið til olíu úr lífrænum efnum undir fyrirsögninni "Vísindamenn uppgötva pöddu sem býr til olíu" sem byggt á frétt í Times (þýðingin þeirra er ekki alveg nákvæm þar sem um er að ræða bakteríur, ekki skordýr).
Reyndar er vinnsluferlið frekar takmarkað, þar sem hlutfall hráefnis (lífrænt efni) og afurðar (olíu) er mjög óhagstætt, en þetta sýnir okkur enn betur hvaða möguleikar búa í örverum. Bakteríur og fornbakteríur geta margar hverjar lifað við sérstök skilyrði og ná sumar að nýta sér stórmerkilega orkugjafa eða framkvæma efnahvörf sem hafa mikið hagnýtt gildi (t.d. vinnslu á kopar). Í þessu tilfelli var hins vegar byrjað með ósköð venjulegan E. coli geril (sjá fyrri færslu). Gerlinum var breytt með aðferlum sameindaerfðafræðinnar, sem gerði honum kleift að hvata auka efnahvörf. Nálgunin er hliðstæð við verkfræðilega hugsun, að setja saman hluti með einhverju markmiði. Einnig hefði mátt byrja á því að skima fjölda tegunda baktería og leita að stofnum sem geta hvatað fyrstu skref olíumyndunar. Síðan mætti nýta sér lögmál þróunar til að velja fyrir afbrigðum sem betri en önnur á þessu sviði. Við slíka nálgun þarf maður ekki að vita hvaða gen skipta mestu máli, það nægir að vita að lífveran getur leyst vandamálið. Sumir hafa einnig reynt að blanda saman ólíkum bakteríugerðum og sjá að slík samfélög geta starfað saman, næstum eins og einhverskonar ofurlífvera..."the blob anyone?"
En annars er ég ekki mjög hrifinn af þeim lausnum á eldsneytisvandanum sem verið er að þróa, olía úr lífmassa, etanól úr maís og fleira í þeim dúr. Vestræna þjóðir hafa löngum notið lystisemda á kostnað þriðja heimsins, en sjaldan eins augljóslega og þegar verð á maísmjöli hækkar um tugi prósenta vegna þess að bandarískir bændur selja maís-etanól í tankinn. Fjölskyldur í mið-ameríku svelta því vinir minir í Chicago þurfa að keyra 45 mín í vinnuna.
Langtímalausnin hlýtur að vera að minnka vægi einkabílsins, með breyttu skipulagi byggðar og betri almenningssamgöngum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
takk fyrir áhugaverdan pistil !
Kristín (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.