3.7.2008 | 09:59
Erfðir og móðuráhrif
Hvort skipta meira máli umhverfi eða erfðir? Þetta er klassísk spurning í líffræði og fer svarið m.a. eftir því hvaða ferli er verið að rannsaka og í hvaða lífveru. Áhrif erfðaþátta eru vegna stökkbreytinga sem breyta starfsemi gena, t.d. getur einhver stökkbreyting aukið magn prótíns sem framleitt er eða, leitt til þess að örlítið önnur útgáfa er mynduð. Slíkar breytingar geta verið hlutlausar (haft áhrif á eiginleika sem skipta frekar litlu, t.d. lögun eyrnasnepla) eða raskað mikilvægum ferlum, t.d. lífklukku eða ónæmiskerfinu.
Spurningin er samt flóknari í raun, því umhverfi getur haft bein áhrif á lífverur, eða óbein, t.d. í gegnum áhrif á foreldra. Það er nákvæmlega það sem nýja rannsóknin er að sýna fram á, að fæðuvenjur foreldra hafi áhrif á eiginleika afkvæma þeirra. Fyrirsögnin á BBC var "Mother´s junk food ´harms child´". Strangt til tekið eru þessi áhrif sem sáust í rottunum vegna umhverfis, og erfast ekki! (fyrirsögn fréttarinnar á mbl.is er því ónákvæm).
En, það er samt leið fyrir áhrif umhverfis til að erfast, með svokölluðum sviperfðum (epigenetics). Þá breytist röð basanna í DNAinu ekki, en samt erfist tjáningarmynstur þeirra. Um er að ræða t.d. viðhengi, svokallaða metýlhópa, sem er bætt við erfðaefnið á ákveðnum svæðum. Slíkir hópar hafa áhrif á tjáningu, þ.e. hvort að genið sé ræst og viðkomandi prótín sé framleitt.
Rétt er samt að árétta að jú þótt erfðir, umhverfi, móðuráhrif og sviperfðir geti öll haft áhrif á eiginleika, þá vega tveir fyrstu þættirnir mestu. Móðuráhrifin útskýra sjaldan meira en 10% af breytileika í svipgerð. Hlutverk og starfsemi sviperfða er vettvangur frjórra rannsókna, og vonandi skýrist fljótlega hversu mikilvæg slík ferli eru fyrir breytileika í svipfari, svo sem líkur á sjúkdómum og hvítum rifsberjum.
Fæðuvenjur erfast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.