Leita í fréttum mbl.is

Lesa, gleypa og kyngja

Mikilvægi góðrar vísindablaðamennsku hefur komið til umfjöllunar hér. Oftast erum um leiðréttingar að ræða (dæmi, dæmi, dæmi) en einnig almennt aðhald við íslenska miðla um vísindaskrif (dæmi, dæmi).

Ben Goldacre birti nýlega pistil um mikilvægi góðrar vísindafréttamennsku. Fólk les slíkar fréttir og tekur mark á þeim, t.d. jukust skimanir fyrir brjóstakrabbameinum í Ástraliu um tugi prósenta vikurnar eftir að Kylie Minoque greindist með slíkt mein. Slíkt er dæmi um jákvæðar afleiðingar, en gagnrýnislaus lestur er ekki lestur. Það felst meira í því að vera fullorðinn og lesa blöð, gagnrýnin hugsun og geta til að setja upplýsingar í samhengi er öllum til bóta.

Við höfum löngum agnúast út í fréttamennina og krafist vandaðari vinnubragða af þeim. Sú krafa stendur enn, en ein af athugasemdunum við grein Bens var að eigendur blaðanna og ritstjórar beri einnig mikla ábyrgð. Sum blöð gera beinlínis út á misvísandi fyrirsagnir og sögur undir skekktu horni. Hversdagsleikinn selst ekki nægilega vel. 

Hinn forvitnilegi punkturinn var að vísinda og heilbrigðisstéttir gleypa líka við fréttum í blöðum, þótt fulltrúar þessara stéttu ættu að vera gagnrýnni og rökvísari en meðalmaðurinn. Grein frá 1991 í New England Journal of Medicine sýnir, skv. Goldacre, að vísindamenn voru líklegri til að vitna í greinar sem fengu umfjöllun í New York Times en ekki. Vísindin eru iðkuð af mannfólki og litast af hugmyndaauðgi þeirra og göllum.

Vísindalega mikilvægustu greinarnar eru ekki endilega þær sem komast í blöðin vikuna sem þær birtast. Í tilfelli Darwins og Wallace tók rúmt ár fyrir veröldina að átta sig og uppgötun Mendels lá í lítt lesnu riti um áratuga skeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband