19.8.2008 | 23:10
Að deyja fyrir vísindin
Hver eru banamein vísindamanna? Flestir deyja náttúrulegum dauðdaga en fáir farast við störf, eða vegna vinnu sinnar.
Nú berast fréttir af frá Kalíforníu um tilræði við vísindamenn, þar sem eldsprengjum hefur verið fleygt inn á heimili þeirra. Á síðustu þremur mánuðum hefur sex vísindamönnum við fylkisháskólann í Santa Cruz (University of California Santa Cruz) verið sýnd tilræði af þessu tagi. Sagt er frá þessum tilræðum í Science í nýlíðinni viku.
Svo virðist sem að um einn aðilla sé að ræða, sem hefur greinilega eitthvað við starf líffræðinga að athuga (vísindamennirnir hafa flestir stundað rannsóknir á músum eða ávaxtaflugum). Ekki veit ég hvað drífur fólk til voðaverka (af þeim virðist ofgnótt, eins og mannkynssagan og fyrirsagnir morgunblaðanna vitna um), en sem vísindamanni finnst mér tilræðin furðuleg.
Vísindamenn vinna flestir í þeirri sannfæringu að starf þeirra komi þjóðfélaginu til góðs, sumir eru drifnir af gróðahugsjón og vitanlega skaffar hégómi og metnaður vind í mörg segl. Auðvitað er fullt af vísindalega menntuðu fólki að moka froðu, skrifa einskísnýtar greinar og sóa peningum í vitleysu. Slík sóun er umborin þar sem vísindin hafa ekkert miðtaugakerfi, enga miðstýringu, og framfarir verða oft vegna þess að dyntóttur sérvitringur spurði réttrar spurningar og leitaði svars.
Hvaða sérvitringur myndi leggja lífið að veði fyrir uppgötvun? Blessunarlega breytir það litlu hvaða sérvitringur finnur svör við vísindalegum spurningum, t.d. er starfsemi hjartans óháð því hvort William Harvey eða einhver annar lýsti eiginleikum þess.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 21.8.2008 kl. 09:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Sorry... of háfleygt fyrir mig....
Auður (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:40
Sæll Arnar.Kom pósturinn til þín sem ég sendi fyrir nokkrum dögum?Mig langar bara að vita það,ég er ekki að reka á eftir neinu.
Kveðja.
Margrét
margret (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:36
Auður
Takk fyrir ábendinguna, það vantaði sterkara samhengi í fyrstu útgáfu. Vonandi voru breytingarnar til batnaðar.
Arnar Pálsson, 21.8.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.