29.8.2008 | 10:34
Erindi: D vítamín í lungum
Þegar ég vann hjá Decode las ég mér til um stera og D-vítamín búskap, vegna þess að þessi efnasambönd hafa bæði verið bendluð við krabbamein. Reyndar hafa þessi efni áhrif á önnur ferli t.d. ónæmiskerfið. Bæði sterar eins og testosterone og virk form D-vítamíns bindast beint við ákveðin stjórnprótín, sem hafa bein áhrif á tjáningu gena. Prótínin bindast á stjórnraðir annara gena og annað hvort ræsa þau eða slökkva á þeim. Síðan þá hefur heilmikið komið í ljós varðandi nýmyndun á D-vítamíni í mismunandi vefjum. Svo virðist sem virka form vítamínsins sé myndað í nokkrum vefjum, sem getur þannig miðlað sérhæfum áhrifum á starfsemi viðkomandi fruma og vefja.
Næstkomandi miðvikudag ætlar Sif Hansdóttir að halda fyrirlestur um áhrif D-vítamíns á ónæmisvörun. Erindið ber heitið "Lungnaþekjufrumur virkja D-vítamín: Áhrif á ósérhæfða ónæmissvörun (innate immunity)." Sjá búta úr fréttatilkynningu:
Fyrirlestur á vegum læknadeildar og LSH í Hringsal, Barnaspítala Hringsins,
miðvikudaginn 3. sept. kl. 16.
Útdráttur:
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í
ónæmissvörun. Vefir sem tjá ensímið 1α-hýdroxýlasa geta breytt
25-hydroxyvítamín D (geymslu form) í 1,25-dihydroxyvítamín D (virkt form).
Hið virka form binst síðan D-vítamín viðtakanum (VDR) og hefur áhrif á
tjáningu fjölda gena. Hér sýni ég fram á að lungnaþekjufrumur geta virkjað
D-vítamín og þannig aukið staðbundna tjáningu á genum sem gegna
lykilhlutverki í ósérhæfðri ónæmissvörun (cathelicidin og CD14).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þakka þér fyrir mjög athyglisverða pistla á síðu þinni.Ég mun benda fólki á þessa síðu,að lesa svona fræði kemur manni til að hugsa um ýmislegt gagnvart heilsu sinni.Segi enn og aftur hafðu þökk fyrir.
Númi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:59
Takk Númi.
Sumir pistlarnir eru um efni sem varða heilsu, aðrir stuðla vonandi að heilbrigði, allavega óbeint.
Arnar Pálsson, 1.9.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.