5.9.2008 | 11:50
Fuglar, fiskar og taugar tvær
Laugardaginn 6 september verður ofgnótt erinda um líffræðileg efni á boðstólnum.
Áður minntumst við á ráðstefnu til heiðurs Arnþóri Garðarssyni, sem verður í Öskju Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands frá 9 til 16. Þar verður tæpt á mörgu, en rauði þráðurinn er borinn uppi af fuglum, þ.e. erindum um rannsóknir á fuglum.
Einnig verður erindi á vegum hins nýstofnaða Taugavísindafélags Íslands. Fyrirlesarinn er Nóbelsverðlaunahafinn Susumu Tonegawa sem hefur rannsakað minni. Minni er fjölbreyttara en virðist í fyrstu, en hægt er að skilgreina mismuandi gerðir minnis, og rannsaka það með sameindaerfðafræði, frumulíffræði og lífeðlisfræðilegum aðferðum (Heiða María gefur ítarlegra ágrip um viðfengsefnið).
Að síðustu má einnig minnast á alþjóðlega ráðstefnu um fiskisjúkdóma sem Keldur rannsóknastofa Háskóla Íslands í meinafræðum stendur fyrir. Dagskrá ráðstefnunar er mjög metnaðarfull og það að hún skuli vera haldin hér er til marks um hversu framarlega á þessu sviði Keldur standa. Ráðstefnan stendur frá 6 til 9 september.
Aðalvandamálið er að velja...
Eftirskrift: orðið tveir í titlinum hefur enga sérstaka merkingu, heldur bættist það við vegna þess að orðanna hrynjandi kallaði eftir því. Sumar lífverur eru reyndar með furðulega fáar taugar, t.d. ormurinn C.elegans sem er einungis með 1000 frumur í líkama sínum, en geta samt sýnt flókið atferli og hegðun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 8.9.2008 kl. 11:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.