11.9.2008 | 10:56
Leitað að mótsögn
Garth Cooper flutti erindi miðvikudaginn 10 september um rannsóknir sínar á sykursýki. Hann sýndi meðal annars fram á lífvirkni ákveðinna prótín boðsameinda, sem hafa áhrif á framleiðslu insulíns og eiginleika fruma. Boðsameindin amylin virðist til dæmis koma í tveimur byggingarformum og hefur annað formið þau áhrif að frumur sem fyrir þeim verða fremja sjálfsmorð. Stýrður frumudauði (apoptosis) hefur verið þekktur um ára raðir, en það er samt erfitt að henda reiður á notagildi þessara frumudrepandi áhrifa amylíns, sérstaklega þar sem sykursýki er alvarlegur sjúkdómur. Cooper staðhæfði að amylín hefði þessi áhrif í prímötum og einnig innan hóps kattardýra, en ekki í öðrum spendýrum. Líkanið hans gerir ráð fyrir að þessi áhrif amylín hafi eitthvað notagildi fyrir lífveruna, en eins og við vitum eru margir eiginleikar lífvera afleiðing sögulegra slysa ekki endilega náttúrulegs vals.
Cooper lagði mikla áherslu á að vísindafólk ætti að leita að mótsögnum í þekkingu okkar, t.d. á sykursýki, og nota það sem stökkpall fyrir frekari rannsóknir. Viðtekin líkön fyrir sjúkdóma geta verið röng, og það er einmitt með því að rannsaka forsendur og finna mótsagnir, eitthvað sem ekki passar saman, sem við náum að afsanna rangar tilgátur og færast nær sannleikanum.
Rannsóknir Coopers byggðu einnig á góðri heimildavinnu, því sjúkdómurinn sykursýki hefur verið rannsakaður í rúma öld. Margar athuganir frá fyrri hluta síðustu aldar höfðu fallið í gleymsku en reyndust síðar hafa að geyma mikilvægar niðurstöður, sem beindu nútímalegri rannsóknum á rétta braut.
Á niðursoðnu formi, framhaldsnemar í GPMLS og aðrir vísindamenn, leitið að mótsögnum og lesið frumheimildir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.