7.10.2008 | 15:34
Leitin mikla
Í gegnum tíðina hafa konungar, þjóðríki, stefnur, stórskáld og poppstjörnur risið og fallið í duftið en einni spurningu er enn ósvarað. Hver er uppruni lífsins? Fólk á flestum tímaskeiðum hefur átt við þessa spurningu á einn eða annan hátt og af misjafnlega mikilli alvöru. "Leitin að uppruna lífs" er titill bókar eftir Guðmund Eggertsson, heiðursprófessors í erfðafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða 198 auðlesnar blaðsíður sem rekja þróun hugmynda um uppruna lífsins frá grikkjum til nútímamanna.
Leit að uppruna lífs getur náttúrulega af sér fleiri spurningar.
Hvað er líf?
Urðu frumur og líf til á sama tíma?
Kom lífið úr geimnum?
Guðmundur hefur velt slíkum spurningum fyrir sér og er afskaplega vel til þess fallinn að miðla þeim til íslendinga. Ég verð að játa að hafa einungis lesið fyrstu 2 kaflanna, en mun gera efni bókarinnar betri skil þegar lestri lýkur (og auðvitað benda lesendum á ritdóma þegar þeir birtast). Á grundvelli fyrstu tveggja kaflanna get ég eindregið mælt með snaggaralegri bók um leitinni miklu
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 8.10.2008 kl. 16:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Áhugaverð bók. Panspermia er svoldið áhugavert hugtak og búið að sýna fram á að hugmyndin er ekki svo fráleit í megin atriðum. Örveirur og jafnvel frumstæðar lífverur (Waterbears) geta lifað af að ferðast um geimin.
Arnar, 8.10.2008 kl. 10:24
Ég held að vandamálið við geiminn sé stærðin og skortur á fæðu. Þótt maður lifi kannski 100 ár í geimnum dugir það varla til langferðalaga. Er þó viss um að Guðmundur geri þessari hugmynd ítarlegri skil í bókinni.
Arnar Pálsson, 8.10.2008 kl. 11:04
Og geislun. Þú kemst ekki langt ef þú ert ekki verndaður eða með einhverskonar þol fyrir þeirri gífurlegu geislun sem er í geimnum.
'Trikkið' varðandi fæðu er náttúrulega að leggjast í dvala, það gera Waterberas (veit ekki hvað þeir heita á íslensku..) amk. og sum afbrigði af þeim þola geisluninna utan lofthjúps jarðarinnar.
Í tilrauninni sem var gerð lifðu þeir í 10 daga, komast reyndar ekki langt á þeim tíma :)
En í Panspermia er yfirleitt verið að tala um miklu frumstæðari líf, jafnvel bara DNA/RNA.
Arnar, 8.10.2008 kl. 11:46
DNA er reyndar alveg merkilega stöðugt, hægt að einangra það úr tugþúsundára gömlum beinum. En orkuríkir geislar eru ansi erfiðir fyrir lífræn sambönd, jafnvel DNA.
Arnar Pálsson, 8.10.2008 kl. 11:58
Þessi undarlega bangsalegu og heillandi dýr sem kallast waterbears (Tardigrada) heita bessadýr á íslensku og virðast þola flestar gerðir harðræðis.
Það er frábært framtak hjá Guðmundi Eggerts að senda frá sér þessa bók. Nú er bara að ná sér í eintak.
Haraldur Rafn Ingvason, 8.10.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.