9.10.2008 | 09:07
Erindi: Lífríki og jarðfræði Galapagos
Klukkan 20 í kvöld, fimmtudaginn 9 október verður spennandi erindi og myndasýning um Galapagos eyjaklasann í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Bæði jarðfræði þeirra og lífríki eru mjög forvitnileg. Darwin heimsótti á eyjarnar í heimssiglingu sinni á Hvutta "Beagle". Sýni sem hann safnaði á eyjunum sýndu glöggt hvernig upprunalegir landnemar frá meginlandinu (Ekvador) höfðu aðlagast mismunandi aðstæðum á eyjum klasans. Sjá frekari upplýsingar í fréttatilkynningu:
EkvadorGalapagos: Náttúru, nýting, menning
Fræðslukvöld í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, fimmtudag 9. október kl. 20.
Fimmtudagskvöldið 9. október verður boðið upp á kynningu og fræðslu í Salnum þar sem fjallað verður í máli og myndum um náttúru og menningu Ekvador. Áhersla verður lögð á málefni sem tengjast ferðamennsku. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynnast þessu töfrandi landi við miðbaug, einstæðum náttúruminjum og forvitnilegum ferðaslóðum.
Framsögumenn eru sérfróðir hver á sínu sviði og munu gera grein fyrir jarðfræði, lífríki og ferðaþjónustu jafnt í Ekvador sem á Galapagoseyjum.
Dagskrá kvöldsins:
Kl. 20:00 Oswaldo Munoz, ræðismaður Íslands í Ekvador.
Ecotourism and national parks in Ecuador Conservation as if humans mattered (Vistvæn ferðamennska og þjóðgarðar í Ekvador sambýli manns og náttúru).
Kl. 20:20 Ari Trausti Guðmundsson, rithöfundur og jarðeðlisfræðingur.
Galapagos og Ekvador: Suður-Ameríka í hnotskurn.
Kl. 20:40 Hafdís Hanna Ægisdóttir, líffræðingur.
Galapagoseyjar undraveröld á krossgötum.
Kl. 21:00 Heimildarmynd eftir Þorvarð Björgúlfsson, Ara Trausta Guðmundsson og Konráð Gylfason. Ævintýralandið Ekvador náttúruparadísin Galapagos.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.