10.10.2008 | 12:26
Ótti og græðgi
Tvær sterkar tilfinningar sem takast á í flestum einstaklingum þessa dagana. Afleiðingarnar eru sérstaklega afdrifaríkar í kauphöllum heimsins.
Hér höfum við aðallega fjallað um erfðir og frumur en viljum nú leggja baunir vorar í balann, mest til eigin sáluhjálpar.
Græðgi er sterk tilfinning djúpgreypt í mannverur, við rífum leikfang af systkynum okkar sem börn, keppum við samstúdenta um verðlaun og vinsældir, og leggjum okkur eftir því að fá almennilegan pening fyrir vinnu eða fjárfestingu.
Ótti er einnig sterkari tilfinning, og knýr fólk oft til aðgerða sem það hefði betur sleppt (kaupa, selja, fara í Kastljós, o.s.frv.). Og ótti smitast í hóp, og jafnvel þeir sem vita betur missa tiltrúnna og hlaupa fram af bjarginu með hinum læmingjunum.
Daniel Kahneman og Amos Tversky könnuðu þessar tvær tilfinningar og komst að því að óttinn er græðginni yfirsterkari. Þeir settu upp tvær tilraunir.
Stúdentar voru gefnir tveir kostir, 1) að fá $3,000 eða 2) hafa 80% líkur á að vinna $4,000 (þá voru 20% líkur á að vinna ekkert!). Flestir nemendur tóku örugga kostinn $3,000.
Öðrum hópi stúdenta voru gefnir aðrir kostir, 1) að tapa $3,000 eða 2) að tapa $4,000 með 80% likum (Þannig að það voru 20 percent líkur á að tapa engu). Í þessu tilfelli voru fleiri sem völdu áhættusamari kostinn.
Með orðum Vikas Bajaj í New York Times "fólk er tilbúið að taka meiri áhættu í þeirri von að varðveita peninga en til að græða". (á frummálinu "In other words, they were willing to take a bigger risk to avoid losing money than they were when they stood to make more money.")
Þetta hlýtur að vera kennt í öllum í viðskipta og hagfræðinámi, en samt virðist ótti og taugaveiklun einkenna alla hegðun í Kauphöllunum og bankaráðunum.
Ætli sé ekki mikilvægast að halda ró sinni og yfirvinna flóttaviðbragðið. Maður getur í versta falli safnað grænmetisfræi og útsæði fyrir næsta vor og byggt kofa fyrir hænsni í bakgarðinum. Og undirbúið lögsókn gagnvart bankastjórnum.
Hér var stuðst við grein í New York times og samatekt um "Prospect theory".
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mér líst vel á planið. Sé fyrir mér garðveisluna: Heimabrugg, kjúklingur grillaður yfir aspareldi og kartöflur djúpsteiktar í BANKASTJÓRALÝSI
Haraldur Rafn Ingvason, 11.10.2008 kl. 00:58
Vonandi klárast ekki lýsið of fljótt, siginn kjúklingur er nefnilega ekki jafn spennandi og hann hljómar 8-).
Flottur fundur hjá ykkur í Náttúrufræðistofunni um daginn, alltaf gaman að sjá myndir af bláfættum fuglum og lamadýrum.
Arnar Pálsson, 13.10.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.