Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2008

Þeir sem vilja fræðast meira um nóbelsverðlaunin í læknisfræði geta lagt leið sína upp á Keldur í hádeginu á morgun og hlýtt á Valgerði Andrésdóttur gera þeim skil. Valgerður hefur stundað rannsóknir á mæði-visnu veirunni um árabil, en sú veira hefur verið notuð sem líkan fyrir rannsóknir á HIV, vegna þess hversu skyldar þær eru. Tilkynningin í heild sinni birtist á heimasíðu Háskóla Íslands. Hluti af tilkynningu birtist hér að neðan:

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2008 voru veitt fyrir uppgötvanir og rannsóknir á tveimur veirum sem valda alvarlegum sjúkdómum í mönnum.Helmingur verðlaunanna féll í skaut Harald zur Hausen við Háskólann í Dusseldorf í Þýskalandi, sem uppgötvaði þátt vörtuveiru (human papilloma virus; HPV) í leghálskrabbameini. Francoise Barré-Sinoussi og Luc Montagnier við Pasteur stofnunina og Parísarháskóla skipta með sér hinum helmingi verðlaunanna. Þau voru fyrst til að einangra og skilgreina HIV veiruna sem veldur alnæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband