16.10.2008 | 12:34
Konan er lífvera
Bentzen ræðir nokkra punkta.
Í fyrsta lagi má nefna það að mörgum kvillum fylgja einkenni sem eru afleiðing sjúkdóms, en ekki orsök. Læknisfræðin leitast bæði við að komast fyrir orsök sjúkdóma og reynir að slá á einkenni þeirra. Það er flestum læknum ljóst en e.t.v. gerir fólk sér ekki fyllilega grein fyrir því.
Í öðru lagi finnst Bentzen misráðið að reyna að kortleggja stökkbreytingar sem auka líkurnar á ákveðnum sjúkdómum. Við verðum að varast nauðhyggju, þ.e. að halda að stökkbreytingar valdi í 100% tilfella sjúkdómum, því áhrif gena eru veikar og flóknari en svo (stökkbreytingar sem hafa áhrif á líkur á sjúkdómum). Hinsvegar gefur erfðafræðin okkur djúpa sýn í líffræðileg ferli sem raskast í ákveðnum sjúkdómum, t.d. tengjast brestir í ónæmiskerfi mænusiggi eða taumlausar frumuskiptingar einkenna krabbamein. Vissulega eigum við að verja fé í að rannsaka líffræði, sálfræði og vefjafræði sjúkdóma en við ættum ekki að leggja erfðafræðina á hilluna.
Í þriðja lagi finnst Bentzen að læknar eigi að starfa meir utan sjúkrahúsa, með vitjunum og samtölum við skjólstæðinga sína. Hann ræðir sérstaklega sjúkdóma sem eiga sér andlega rót. Þá skiptir máli að komast fyrir andlega vandamálið og þá munu hin líkamlegu einkenni hverfa. Þetta er ágætis hugmynd, sem getur örugglega linað þjáningar og sparað heilbrigðiskerfinu krónur.
Ég held að hluti vandans sé að fólk vill fá eitthvað með sér heim frá lækninum (líkn eða ígildi hennar í dropaglasi). Einnig getur verið að læknarnir séu of ragir við að senda fólk heim dropalaust með greiningu og útskýringu eina saman.
Auðvitað þurfum við að rýna í aðferðir og hugmyndafræði læknisfræðinnar. Svo er ágætt að átta sig á þvi að við sem lífverur bilum á endanum. Viðleitni færstu lækna fær því ekki breytt.
Maðurinn er ekki vél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.