27.10.2008 | 17:09
Stofnfrumur með köldu blóði
Stofnfrumur eru frumur sem skipta sér hægt og geta af sér nokkrar mismunandi gerðir frumna. Til dæmis geta stofnfrumur blóðsins myndað nokkrar mismunandi gerðir blóðfruma og geta framleitt meira af sumum gerður en öðrum í kjölfar boða frá líkamanum.
Margir hafa gert því skóna að vegna þess hversu ósérhæfðar stofnfrumur séu, eigi að vera hægt að endurforrita þær og nýta til að endurmynda iilla farnar frumur eða skaddaða vefi. Slíkir læknisfræðilegir möguleikar hafa verið margræddir, en í raun er notagildi slíkra fruma óstaðfest.
Þriðjudaginn 28 október mun Marc Peschanski flytja erindi við Háskóla Íslands um tilraunir til nota stofnfrumur til að meðhöndla taugasjúkdóma. Erindi hans nefnist Human embryonic stem cells, a dual therapeutic tool for monogenic diseases affecting the brain og er á vegum GPMLS, miðstöðvar framhaldsnáms í lífvísindum við HÍ.
Titill pistilsins er ónákvæmur, aðallega vegna þess hversu ofarlega mér í huga er þáttur Attenboroughs um skriðdýr er sýndur verður á Rúv í kvöld. Tilhlökkunin er slík að maður gæti freistast til að skála...í köldu blóði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Stenst ekki mátið. Þátturinn í gær var hreint frábær. Einnig var gaman að sjá viðtal við Davíð í Kastljósi, þar sem hann svaraði lakari spurningum fréttamannsins af fáranlegri ró. "Ertu spenntur yfir því að dýrin skuli vera að hverfa?" Hefur fréttamaðurinn aldrei horft á þætti Attenboroughs?
Það var gaman að sjá kúluskít úr Mývatni á borði fræðimannsins, gott ef þetta er ekki útflutningsvara. Gælu"dýr" framtíðar.
Arnar Pálsson, 28.10.2008 kl. 11:36
Kallinum var færður þessi kúluskítur að gjöf þegar hann var hér á landi fyrir nokkrum árum og áritaði bókina sína í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Það var öldungis frábær uppákoma
Haraldur Rafn Ingvason, 30.10.2008 kl. 00:04
Mér líður eins og ég sé 12 ára aftur að horfa á þessa þætti. Þriðjudagar voru helgidagar hjá mér á þessum aldri, alltaf hægt að sjá góða fræðsluþætti.
Held í alvöru að kúluskítur sé efnileg markaðsvara, það er allavega auðveldara að koma honum í glerkrukku en norðurljósum.
Arnar Pálsson, 30.10.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.