Leita í fréttum mbl.is

Röskun lífklukku

Lífklukkan tifar allan sólarhringin og samanstendur af nokkrum hormónum og prótínum. Sumar einingar klukkunar eru ljósnæmar, þannig að klukkan endurstillist að morgni ef einstaklingurinn nær að skríða út í sólarljósið (dálítið eins og eðlurnar í leit að hita). Gallar í genum lífklukkunar valda mjög óreglulegu svefnmynstri og svefnröskun, og mögulegt er að þeir hafi fjölþættari aukaverkanir.

Nú kemur í ljós að skipti á milli vetrar og sumartíma hefur áhrif á tíðni hjartaáfalla. Þetta var sýnt fram á af Imre Janszky og Rickard Ljung við Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og birt í New England Journal of Medicine "Shifts to and from daylight saving time and incidence of myocardial infarction".

19f1.gif

Myndin er úr greininni, og sýnir tíðni hjartaáfalla í Svíþjóð fyrstu 7 dagana eftir að klukkunni er flýtt á vorin og eftir að henni er seinkað að hausti. Punktalínan sýnir viðmiðunargildi (1,00) og súlurnar tákna tíðni hvern dag (með 95% öryggismörkum). Alla dagana að vori er tíðnin hærri, þó svo að öryggismörkin umlyki 1 í flestum tilfella. Mynstrið að hausti er veikara, en í hina áttina. Það er þó ljóður á ágætri grein að ekki sé getið hversu margir einstaklingar eru í sýninu, en þeir hljóta að vera töluvert margir því gagnasettið spannar árin 1987 til 2006. Sambandið er því frekar veikt en að öllum líkindinum raunverulegt.

Janszky og Ljunger gera því skóna að ástæðan sé viðvarandi svefnskortur vesturlandabúa. Það hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að svefnleysi og streita eykur líkur á hjartaáföllum. Er ekki málið að slaka á í kreppunni og sofa nóg...næstu þúsund ár?


mbl.is Sumartími eykur líkur á hjartaáfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband