7.11.2008 | 14:19
Dagar Darwins 2009
Eftirfarandi pistill birtist í Náttúrufræðingnum nú í októbermánuði.
Á næsta ári verður víða um heim minnst merkra tímamóta í sögu náttúruvísinda. Tvær aldir verða þá liðnar frá fæðingu Charles Darwins og 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Um uppruna tegundanna. Þar setti hann fram byltingarkennda kenningu um þróun lífvera vegna náttúrulegs vals. Í tilefni þessara tímamóta er stefnt að hátíðarhöldum hérlendis á árinu 2009.
Meðal þess sem verður á döfinni er útgáfa rits um þróunarfræði þar sem efnið spannar allt frá spurningum um uppruna lífsins og steingervingasöguna til þróunar manna og kynæxlunar. Einnig er í undirbúningi fyrirlestraröð með erlendum fyrirlesurum og ráðstefna um þróun lífsins og þróunarkenningu Darwins sem verður á dagskrá haustið 2009.
Í tilefni þessara tímamóta var nú í haust efnt til ritgerðasamkeppni í framhaldsskólum landsins sem Samlíf (Samtök líffræðikennara) stendur fyrir í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag og skipuleggjendur Darwins daganna. Ritgerðarefnið er Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög. Skilafrestur er til 15. desember næstkomandi og skila skal ritgerðum inn á netfangið ritgerdasamkeppni@ gmail.com. Vegleg verðlaun eru í boði en verðlaunaafhending fyrir þrjár bestu ritgerðirnar fer fram á tveggja alda afmæli Darwins, þann 12. febrúar 2009.
Skipuleggjendur eru Arnar Pálsson, Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Hafdís Hanna Ægisdóttir og Steindór J. Erlingsson. Vinsamlegast hafið samband (t.d. með athugasemd) ef þið hafið góðar hugmyndir um það hvernig fagna mætti þessum tímamótum, viljið leggja hönd á plóginn eða deila vangaveltum ykkar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.