Leita í fréttum mbl.is

Kalt blóð á skjá og bók

Síðustu þrjú mánudagskvöld hefur ríkt hátíðarstemming á heimili voru þegar fjölskyldan safnast saman til að fylgjast með þætti David Attenboroughs um froskdýr, skriðdýr og slöngur. Líf með köldu blóði er nýjasta þáttaröð sjónvarpsmannsins, sem áður gerði raðir um líf plantna, skordýra, risaeðla og hafsins. David kynnir leyndardóma lífheimsins á sérstaklega aðgengilegan hátt, kynnir okkur fyrir þeim áskorunum sem lífverur standa frammi fyrir og lausnum sem þróast hafa við þeim vandamálum. Froskarnir eru til dæmis afkomendur þeirra dýra sem fyrst námu land, en eru enn bundnir vatni fyrir frjóvgun eggja sinna og þroskun ungviðis (með nokkrum frábærum undantekningum reyndar). Þáttaraðir Davids fyrir BBC ná tveim tugum og eru nú á öld mynddiska og fjölvarps aðgengilegar fólks löngu eftir að þættinum lýkur á RÚV og nýjasta Hollywoodfroðan fer að leka niður skjáinn.

Einnig er hægt að njóta lystisemda Attenboroughs eftir að sýningu þáttana lýkur, því Opna gefur út á prenti þýðingu á Lífi með köldu blóði. (mynd af heimasíðu BBC, tengill að neðan)

 

Ítarefni, heimasíðu BBC tileinkaða Lífi með köldu blóði, með tengil yfir á síðu um líf og starf David Attenboroughs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einlægur aðdáandi Attenborougs og þáttanna hans. Sérstaklega undrast ég og dáist að þeirri tækni sem aðstoðarmenn hans búa yfir. Það er með öllu óskiljanlegt að það skuli vera hægt að ná svona myndum. Það er mannbætandi að skoða lífið á þennan hátt, nú á þessum síðustu og verstu tímum

Takk fyrir mig

Ruth (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:00

2 identicon

Tek undir með ykkur.  Þetta eru frábærir þættir og hreinlega ótrúlega gott yfir sálina að horfa á þessar lífverur og túlkun Attenborougs á atferli þeirra.  Myndatakan er slík að maður er bara yfir sig hrifinn.  Attenboroug er hæfileikarikur maður.  Dýraríkið er stórkostlegt. 

Auður (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Ruth og Auður

Einmitt það er mannbætandi að upplifa náttúruna á þennan hátt. Ég féll alveg í stafi þegar einn snákurinn flaug í gegnum loftið og annar stökk upp í loftið eins og gormur. Maður getur alltaf lært eitthvað nýtt af náttúrunni.

Arnar Pálsson, 18.11.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband