21.11.2008 | 12:36
Öldrun orma og vanþróaðari dýra
Líffræðingar hafa sýnt að sömu ferli hafa áhrif á öldrun í flugum, ormum og mönnum. Líklegt er að þessi ferli séu einnig mikilvæg fyrir öldrun í öðrum dýrum, jafnvel þeim nær fullkomnustu liðorma, svampa og volvox.
Atli Steinn Guðmundsson kynnir nýlega rannsókn Simon Melov og félaga á öldrun undir fyrirsögninni Reiknar raunaldur með aðstoð orma á visir.is. Melov starfar við Buck stofnunina í öldrunarrannsóknum hefur krufið öldrun í þráðorminum Chaenorhabditis elegans og birti nýlega grein í Aging cell.
Melov og félagar skoðuðu genatjáningu í misgömlum ormum. Genatjáningu er hægt að skoða með því að mæla mRNA sem er myndað frá hverju geni. Í þessu tilfelli skoðuðu þau öll 19000 gen ormsins og sáu að tjáning á ákveðnum genum sýndi sterka fylgni við öldrun viðkomandi dýra. Það eru hinir "erfðafræðilegu þættir" sem Atli ræðir um, en samt er rétt að átta sig á að tjáning gena er ekki bara stýrt af erfðum, heldur hefur umhverfi (og tilviljun!) heilmikið að segja. Það verður viðfangsefni sér pistils, með myndum af Berberum og genatjáningu. Fyrst þarf ég þó að klára bókhald...jibbí.
Annars er sorglegt að sjá að tækni og vísindi vanrækt á visir.is síðunni, þau eru ekki lengur sýnileg á forsíðunni sem sér dálkur (einungis undir lykilorðunum efst). Vísindunum er fórnað fyrst í kreppunni. Nýsköpun í formi slúðurblaða mun gera Ísland að efnahagslegu stórveldi.
Ítarefni:Age-related behaviors have distinct transcriptional profiles in C.elegans (p ) Tamara R. Golden, Alan Hubbard, Caroline Dando, Michael A. Herren, Simon Melov Sep 5 2008 Aging cell.
Grein á Healthday.com.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 24.11.2008 kl. 14:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
En fer þá ekki að koma lyf eða einhver lausn til að stoppa öldrun endanlega?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:27
Kjartan
Því miður er ekkert sem gefur von um að stöðva öldrun endanlega. Helsta leiðin til að hægja á henni, t.d. má auka meðalaldur með því að draga úr orkuinntöku (of margar kalóríur eru hættulegar). En fólk hugsar sjaldnast svo langt fram í tímann og gúffar í sig annarri kökusneið og gosdós númer 3 þann daginn.
Arnar Pálsson, 23.11.2008 kl. 13:29
"Annars er sorglegt að sjá að tækni og vísindi vanrækt á visir.is síðunni, þau eru ekki lengur sýnileg á forsíðunni sem sér dálkur (einungis undir lykilorðunum efst). Vísindunum er fórnað fyrst í kreppunni."
Sammála þér í þetta skiptið.
Atli
Atli Steinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.