23.11.2008 | 14:26
Erfðamengi loðfílsins
Fréttastofa ríkisútvarpsins lýsti því fyrir helgi að erfðamengi loðfílsins hefði verið raðgreint. Reyndar var loðfíllinn kallaður Mammút af fréttastof ríkisútvarpsins, en þar sem tegundin er útdauð er ekki von á gagnaðgerðum af hennar hálfu (vinafélag loðfíla og loðpelsaeiganda hefur ekki gefið út yfirlýsingu um málið, en láta líklega verkin tala).
Loðfílar (Mammuthus primigenius) liðu undur lok í kjölfar síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum, og hafa löngum heillað vegna stærðar sinnar og ásýndar. Umrædd greining á erfðamengi þeirra af nokkrum bandarískum, rússneskum og evrópskum hópum leiddi í ljós að loðfílar voru náskyldir afrískum fílum. Að meðaltali liggur munur á próteinum þeirra í einni amínósýru (prótín eru oftast 100 til 1000 amínósýrur, þannig að munurinn er 0,1 til 1%).
Mikið af fréttaflutningnum í kjölfarið hefur fjallað um möguleikann á að endurreisa loðfílinn. Sá möguleiki er fjarstæðukenndur, af nokkrum ástæðum. Ólíklegt er að nokkur kjarni í loðfíl sé nægilega heillegur til að framkvæma klónun með kjarnaflutning (eins og íað var að í frétt RÚV). Í annan stað eru aðferðir til nýmyndunar á erfðaefni enn mjög takmarkaðar, og því ólíklegt að við getum smíðað heila litninga. Skásta leiðin væri að breyta núverandi fíl í loðfíl, með því að breyta þeim 400.000+ bösum eru mismunandi á milli tegundanna. Einfalt á teikniborði en annað í framkvæmd.
Vísindin sýna okkur takmarkanir þekkingarinnar og gera okkur kleift að skilja milli draumóra og veruleika. Sumir vísindamenn sjá sér hag í því að ræða draumóra sem vísindalega möguleika. Skemmtanagildið er stundum ótvírætt en ef slík moldviðri leiða til óraunverulegra væntinga eru þau fræðunum til ógagns.
Ítarefni:
Miller W, Drautz DI, Ratan A, Pusey B, Qi J, Lesk AM, Tomsho LP, Packard MD, Zhao F, Sher A, Tikhonov A, Raney B, Patterson N, Lindblad-Toh K, Lander ES, Knight JR, Irzyk GP, Fredrikson KM, Harkins TT, Sheridan S, Pringle T, Schuster SC. Sequencing the nuclear genome of the extinct woolly mammoth. Nature. 2008 Nov 20;456(7220):387-390. (ágrip á ensku)
Nicolas Wade í New York Times Regenerating a Mammoth for $10 Million.
Ian Sample í the Guardian Hair from frozen carcasses used to reconstruct woolly mammoth's genome.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 24.11.2008 kl. 11:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
er þetta loðfíll eða mammút?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2008 kl. 19:55
Höfuðsvæðið og herðar benda eindregið til að um mannapa sé að ræða, liklega af tegundinni Homo sapiens undirtegundinni sapiens. Veit reyndar fyrir víst að viðkomandi eintak sé líffræðilega menntað, sem hlýtur að teljast til tekna en fríar samt ekki ábyrgð.
Arnar Pálsson, 24.11.2008 kl. 11:22
Einnig má vitna í Oliviu Judson, sem leggur áherslu á að við gleymum okkur ekki við "möguleikann" á að endurreisa útdauðar tegundir, heldur varðveitum núverandi tegundir. Lífríkið er í hættu.
http://judson.blogs.nytimes.com/2008/11/25/resurrection-science/
Arnar Pálsson, 26.11.2008 kl. 13:00
Ja, ég sé að þú heldur þá öllum möguleikum opnum fyrir Össur og ríkisstjórnina.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.12.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.