Leita í fréttum mbl.is

"Um uppruna tegundanna..." gefin út

1859_Origin_F373_001Í dag 24 nóvember 2008 eru 149 ár síðan bók Charles Darwin um uppruna tegundana kom út. Venjulega er bókarinnar getið sem Uppruna tegundana, en titill bókarinnar er öllu ítarlegri.

Á ensku nefndist hún "On the origin of species by means of natural selection, or the preservation of favoured races in the struggle for life." Sem var þýtt sem "Uppruni tegundanna af völdum náttúrulegs vals, eða að sumum stofnum vegnar betur en öðrum í lífsbaráttunni", samanber titil á þýðingu Guðmundar Guðmundssonar.

Ég er ekki fyllilega sáttur við þann titil, e.t.v. væri  "Um uppruna tegundanna af völdum náttúrulegs vals, eða varðveisla valdra stofna í baráttunni fyrir lífinu". Ég hvet fólk til að spreyta sig á að þýða titilinn.

Ég er reyndar ósköp feginn að drifkrafturinn var þýddur sem náttúrulegt val, en ekki orðskrípið náttúruval sem náði einhvern vegin að festa rætur sem þýðing á "natural selection". Náttúrval gefur til kynna að náttúran sé gerandi og velji suma einstaklinga frekar en aðra. Lykilhugmynd Darwins og Wallace var að slíkt val gerist náttúrulega, samanborið orð Charles Darwin.

"As many more individuals of each species are born than can possibly survive; and as, consequently, there is a frequently recurring struggle for existence, it follows that any being, if it vary however slightly in any manner profitable to itself, under the complex and sometimes varying conditions of life, will have a better chance of surviving, and thus be naturally selected." Blaðsíða 5 í fyrstu útgáfu Um uppruna tegundanna...(skáletur upprunalegt).

Myndin er af vefsíðu sem er tileinkuð ritverkum Darwins, sem eru þar aðgengileg öllum til aflestrar og heimildaleitar. Framtakið er auðvitað bráðnauðsynlegt á tímum þegar orð er tekin úr samhengi og beitt í pólitískum tilgangi (eða til trúarlegrar fróunar) til að kasta rýrð á þróunarkenninguna og vísindin í heild sinni.

http://www.darwin-online.org.uk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband