26.11.2008 | 10:07
Flott vörn
Bakteríur og veirur geta verið algerar pestir. Lífverur hafa margskonar varnir gegn slíkum vágestum. Til dæmis höfum við frumubundið ónæmi og þróunarfræðilega eldri varnir sem byggjat á bakteríudrepandi prótínum. Undur ónæmiskerfisins eru ekki að fullu skilin, né heldur þær varnir sem himnur og aðrir varnargarðar veita gegn bakteríum.
Fyrir nokkrum árum byrjuðu Halldór Þormar og aðrir vísindamenn að rannsaka áhrif fituefna á HIV og aðrar veirur. Hann sýndi fram á að fituefni, t.d. í mjólk geta raskað starfsemi veira og jafnvel drepið bakteríur. Mér finnst það alltaf jafn merkilegt, að frumur skuli framleiða fituefni sem geta virkað sem varnir gegn sýklum. Flestir líffræðingar hugsa í kjarnsýrum og prótinum, en hér eru lípíðin seig og slöpp að taka þátt í mikilvægum ferlum.
Rannsóknir Halldórs og samstarfsmanna hafa staðið yfir nokkurt skeið og beinist athyglin upp á síðkastið að notkun fitusýra til að berjast gegn bakteríuvexti í kjúklingum. Áherslan var á að finna leiðir til að draga úr salmonellu og campfýlobakter sýkingum sem eru töluvert vandamál í kjúklingarækt. Hilmar Hilmarsson doktorsnemi Halldórs mun einmitt verja ritgerð sína um þessar rannsóknir föstudaginn 28 nóvember. Athöfnin fer fram í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og má sjá titil verkefnis ásamt fræðilegu ágripi á heimasíðu HÍ.
Ekki er von á öðru en vörn Hilmars verði jafn góð og fituefnanna.
ítarefni:
Thormar H, Isaacs CE, Kim KS, Brown HR. Inactivation of visna virus and other enveloped viruses by free fatty acids and monoglycerides. Ann N Y Acad Sci. 1994 Jun 6;724:465-71.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 27.11.2008 kl. 16:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.